Utanríkismál orðið innanríkismál Róbert Trausti Árnason skrifar 5. september 2006 05:15 Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun