Baráttan innan Samfylkingar Björn Ingi Hrafnsson skrifar 5. september 2006 05:15 Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun