Samvizkulaust íhald 7. september 2006 06:00 Ég gleymi því aldrei. Þeir þustu út á gangana allir í einu með háreysti. Ég hafði aldrei fyrr séð svona marga prófessora á einu bretti. Þetta var 10. október 1973, ég var þá nýkominn til náms í Princeton, og Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, hafði tilkynnt langþráða afsögn sína, enda hafði hann verið fundinn sekur fyrir rétti um mútuþægni og skattsvik. Málsvörn hans var þessi: Ég gerði það ekki, og ég skal aldrei gera það aftur. Nixon forseti hafði notað Agnew til að siga honum á andstæðinga sína eftir þar til gerðum óvinalista, enda var Agnew meðal vígaglöðustu manna og hreykinn af því. Handlangarar Nixons gættu ímyndar forsetans eins og sjáaldurs augna sinna: þeir komu því inn hjá kjósendum, að vilji forsetans væri svo sterkur og sjálfsaginn svo alger, að hann hefði aldrei borðað sig saddan. Sannleikurinn er þó sá, að Nixon sat iðulega á skrifstofu sinni á kvöldin með aðra höndina skjálfandi á kjarnorkuknappinum og hina á viskíflöskunni og gaf drafandi skipanir í símann. Eitt kvöldið fyrirskipaði hann innrás Bandaríkjahers í Sýrland, en hann gleymdi að spyrja morguninn eftir, hvernig innrásarliðinu hefði reitt af. Svo fór,að Nixon neyddist til að segja af sér 9. ágúst 1974, enda hafði hann orðið uppvís að alvarlegum glæpum, ekki sízt fyrir ítrekaðar uppljóstranir Washington Post. Nixon hafði lagt á ráðin um innbrot röskum tveim árum áður, meðal annars á skrifstofur demókrata í Watergate-byggingunni í Washington, hann hafði gersigrað andstæðing sinn í forsetakjöri skömmu síðar, haustið 1972, og hindrað framgang réttvísinnar við rannsókn málsins. Ýmsir félagar hans í Repúblíkanaflokknum snerust gegn honum, þegar þeir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins. Nixon átti þá ekki annarra kosta völ en að segja af sér, fyrstur Bandaríkjaforseta. Eftirmaður hans, Gerald Ford, náðaði hann og skaut honum undan fangavist. Nokkrir samverkamenn Nixons í Hvíta húsinu voru dæmdir í fangelsi og sátu inni. Þannig eru Bandaríkin: fjölmiðlarnir standa sína plikt, dómskerfið virkar. Sumir félagar Nixons í Repúblíkanaflokknum fyrirgáfu hvorki andstæðingum sínum í Demókrataflokknum né flokksbræðrum sínum fyrir að hafa borið vitni gegn Nixon og knúið hann til afsagnar. Þeir sveifla biblíunni á fundum, en fyrirgefning er ekki þeirra sterkasta hlið. Aukin harka færðist af þessum sökum í bandarísk stjórnmál og hefur ágerzt með tímanum. Einn þeirra, sem báru vitni gegn Nixon, var John Dean, lögfræðingur Hvíta hússins 1970-73 (hann fékk fjögurra mánaða dóm). Nokkrir flokksbræður beggja reyndu síðar að launa honum lambið gráa með því að bera það út á bók, að Dean hefði verið potturinn og pannan í Watergate-hneykslinu og kona Deans hefði í þokkabót verið viðriðin yes! vændishring á vegum demókrata. Bókin fékk dræmar viðtökur. John Dean ákvað að segja lífsreynslusögu sína af fyrrverandi samherjum í Repúblíkanaflokknum. Í bók sinni Worse than Watergate (2004) lýsir Dean þeirri skoðun, að forsetatíð Nixons hafi nánast verið sakleysið sjálft í samanburði við Bush forseta og menn hans. Dean lýsir sök á hendur Bush og Cheney varaforseta, leynimakki og lygum; þetta var áður en hulunni var svipt af umfangsmiklum símahlerunum og pyndingum. Dómsmálin hafa hrannazt upp. Skrifstofustjóri Cheneys bíður dóms fyrir meinsæri við opinbera rannsókn á meintum ofsóknum á hendur andstæðingi stjórnarinnar. Fyrrum aðstoðarutanríkisráðherra á lögsókn yfir höfði sér vegna sama máls, og Cheney hefur einnig verið birt stefna. Leiðtogi repúblíkana í öldungadeildinni, meindýraeyðirinn mikli, Tom DeLay, neyddist til að segja af sér þingmennsku vegna spillingar. Í nýrri bók, Conservatives without Conscience (2006), kafar Dean dýpra í hugskot þeirra illskeyttu öfgamanna, sem hann telur, að hafi nú undirtökin í Repúblíkanaflokknum. Hann vitnar í rannsóknir sálfræðinga á drottnunargjörnum manngerðum; slíkir menn þrá sterka foringja og eru árásargjarnir, ósveigjanlegir og íhaldssamir, þeir eru lýðskrumarar, ganga um með guðs orð á vörum og mega þó helzt ekkert aumt sjá án þess að þurfa að traðka á því og skirrast ekki heldur við að vanvirða mannréttindi og stjórnarskrár; þeir efast aldrei. Þessir menn ganga fyrir heift og hefndum, segir Dean. Lýsing hans virðist ríma vel við greinargerð Morgunblaðsins 25. júní sl. um vont andrúmsloft heiftar og hefndar á vissum stöðum hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Ég gleymi því aldrei. Þeir þustu út á gangana allir í einu með háreysti. Ég hafði aldrei fyrr séð svona marga prófessora á einu bretti. Þetta var 10. október 1973, ég var þá nýkominn til náms í Princeton, og Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, hafði tilkynnt langþráða afsögn sína, enda hafði hann verið fundinn sekur fyrir rétti um mútuþægni og skattsvik. Málsvörn hans var þessi: Ég gerði það ekki, og ég skal aldrei gera það aftur. Nixon forseti hafði notað Agnew til að siga honum á andstæðinga sína eftir þar til gerðum óvinalista, enda var Agnew meðal vígaglöðustu manna og hreykinn af því. Handlangarar Nixons gættu ímyndar forsetans eins og sjáaldurs augna sinna: þeir komu því inn hjá kjósendum, að vilji forsetans væri svo sterkur og sjálfsaginn svo alger, að hann hefði aldrei borðað sig saddan. Sannleikurinn er þó sá, að Nixon sat iðulega á skrifstofu sinni á kvöldin með aðra höndina skjálfandi á kjarnorkuknappinum og hina á viskíflöskunni og gaf drafandi skipanir í símann. Eitt kvöldið fyrirskipaði hann innrás Bandaríkjahers í Sýrland, en hann gleymdi að spyrja morguninn eftir, hvernig innrásarliðinu hefði reitt af. Svo fór,að Nixon neyddist til að segja af sér 9. ágúst 1974, enda hafði hann orðið uppvís að alvarlegum glæpum, ekki sízt fyrir ítrekaðar uppljóstranir Washington Post. Nixon hafði lagt á ráðin um innbrot röskum tveim árum áður, meðal annars á skrifstofur demókrata í Watergate-byggingunni í Washington, hann hafði gersigrað andstæðing sinn í forsetakjöri skömmu síðar, haustið 1972, og hindrað framgang réttvísinnar við rannsókn málsins. Ýmsir félagar hans í Repúblíkanaflokknum snerust gegn honum, þegar þeir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins. Nixon átti þá ekki annarra kosta völ en að segja af sér, fyrstur Bandaríkjaforseta. Eftirmaður hans, Gerald Ford, náðaði hann og skaut honum undan fangavist. Nokkrir samverkamenn Nixons í Hvíta húsinu voru dæmdir í fangelsi og sátu inni. Þannig eru Bandaríkin: fjölmiðlarnir standa sína plikt, dómskerfið virkar. Sumir félagar Nixons í Repúblíkanaflokknum fyrirgáfu hvorki andstæðingum sínum í Demókrataflokknum né flokksbræðrum sínum fyrir að hafa borið vitni gegn Nixon og knúið hann til afsagnar. Þeir sveifla biblíunni á fundum, en fyrirgefning er ekki þeirra sterkasta hlið. Aukin harka færðist af þessum sökum í bandarísk stjórnmál og hefur ágerzt með tímanum. Einn þeirra, sem báru vitni gegn Nixon, var John Dean, lögfræðingur Hvíta hússins 1970-73 (hann fékk fjögurra mánaða dóm). Nokkrir flokksbræður beggja reyndu síðar að launa honum lambið gráa með því að bera það út á bók, að Dean hefði verið potturinn og pannan í Watergate-hneykslinu og kona Deans hefði í þokkabót verið viðriðin yes! vændishring á vegum demókrata. Bókin fékk dræmar viðtökur. John Dean ákvað að segja lífsreynslusögu sína af fyrrverandi samherjum í Repúblíkanaflokknum. Í bók sinni Worse than Watergate (2004) lýsir Dean þeirri skoðun, að forsetatíð Nixons hafi nánast verið sakleysið sjálft í samanburði við Bush forseta og menn hans. Dean lýsir sök á hendur Bush og Cheney varaforseta, leynimakki og lygum; þetta var áður en hulunni var svipt af umfangsmiklum símahlerunum og pyndingum. Dómsmálin hafa hrannazt upp. Skrifstofustjóri Cheneys bíður dóms fyrir meinsæri við opinbera rannsókn á meintum ofsóknum á hendur andstæðingi stjórnarinnar. Fyrrum aðstoðarutanríkisráðherra á lögsókn yfir höfði sér vegna sama máls, og Cheney hefur einnig verið birt stefna. Leiðtogi repúblíkana í öldungadeildinni, meindýraeyðirinn mikli, Tom DeLay, neyddist til að segja af sér þingmennsku vegna spillingar. Í nýrri bók, Conservatives without Conscience (2006), kafar Dean dýpra í hugskot þeirra illskeyttu öfgamanna, sem hann telur, að hafi nú undirtökin í Repúblíkanaflokknum. Hann vitnar í rannsóknir sálfræðinga á drottnunargjörnum manngerðum; slíkir menn þrá sterka foringja og eru árásargjarnir, ósveigjanlegir og íhaldssamir, þeir eru lýðskrumarar, ganga um með guðs orð á vörum og mega þó helzt ekkert aumt sjá án þess að þurfa að traðka á því og skirrast ekki heldur við að vanvirða mannréttindi og stjórnarskrár; þeir efast aldrei. Þessir menn ganga fyrir heift og hefndum, segir Dean. Lýsing hans virðist ríma vel við greinargerð Morgunblaðsins 25. júní sl. um vont andrúmsloft heiftar og hefndar á vissum stöðum hér heima.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun