Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni 9. september 2006 06:00 Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira