Nekt og vinstri græn 9. september 2006 06:00 Einhver undarlegasta hugmynd sem komið hefur frá stjórnmálaflokki í seinni tíð leit dagsins ljós í vikunni þegar borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu til að kvenfrelsissjónarmið yrðu höfð til hliðsjónar við veitingu vínveitinga- og veitingahúsaleyfa. Þessi tillaga er að sjálfsögðu lögð fram til höfuðs stöðum sem bjóða upp á sýningar kvenna sem tína af sér spjarirnar, og sumir vilja kalla klámbúllur en aðrir erótíska dansstaði, allt eftir því hvernig smekkur viðkomandi er í laginu. Nú er ekki sérstaklega eftirsóknarvert að hætta sér inn í umræðu um hvað er klám og hvað er ekki klám, enda loðið og teygjanlegt hugtak eins og vís lagaprófessor komst einu sinni að orði. En engu að síður er erfitt að sneiða hjá því ef maður vill reyna að átta sig á því hvað það er sem rekur fulltrúa vinstri grænna til þess að gangast á hólm við nektardansstaðina með því að tengja kvenfrelsissjónarmið því hvort þeir fái þau starfsleyfi eins og aðrir skemmtistaðir og veitingahús. Femínistar halda því gjarnan fram að klám sé ofbeldi gegn konum og að sívaxandi klámvæðing á okkar tímum sé viðbrögð karlveldisins við auknu frelsi kvenna. Væntanlega er ætlun vinstri grænna að stöðva þetta ofbeldi með því að sjá til þess að nektardansstaðirnir í miðbænum fái ekki endurnýjuð starfsleyfi sín. Það er hins vegar erfitt að sjá hvaða ofbeldi felst í því að karl horfi á konu afklæðast á sviði ef hún gerir það af fúsum og frjálsum vilja? Auðvitað er það þekkt að kynlífsiðnaðurinn á sér margar skuggahliðar á heimsvísu þar sem stúlkur eru jafnvel fluttar nauðugar milli landa og neyddar í vændi. Lögreglan hefur það hlutverk að fylgjast með að slíkt viðgangist ekki hér. En ofbeldi er ekki sjálfkrafa fylgifiskur kynlífsiðnaðarins. Þar eru margir viljugir þátttakendur drifnir áfram af ólíkum hvötum. Í viðtölum við dansmeyjar, sem hafa starfað á stöðunum hér á landi, kemur yfirleitt fram að þetta séu útlenskar konur sem koma hingað í stuttan tíma í leit að góðum tekjum. Oftast bera þær sig ágætlega, segjast þéna vel en sakna gjarnan heimahaganna. Helstu umkvörtunarefnin hafa verið sviksemi atvinnurekenda þegar kemur að launagreiðslum og að híbýlin sem þeim hefur verið boðið upp á hafi verið ófullnægjandi, eða svipaðar kvartanir og við höfum heyrt frá karlkyns erlendum farandverkamönnum, sem starfa í íslenskum byggingariðnaði. Vinstri græn hafa augsýnilega ekki smekk fyrir því að konur dansi berar fyrir karla og það er nákvæmlega ekkert að því að þau láti þá skoðun sína hátt og skýrt í ljós. Allt annað mál er þegar þau vilja gera sinn smekk að reglum eða lögum fyrir allt samfélagið og þannig þrengja að þeim sem hafa annan smekk og lífsskoðanir. Ekki skal dregið í efa að vinstri græn vilja vel en það eru gamalkunn sannindi að leiðin til glötunar er vörðuð góðum ásetningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Einhver undarlegasta hugmynd sem komið hefur frá stjórnmálaflokki í seinni tíð leit dagsins ljós í vikunni þegar borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu til að kvenfrelsissjónarmið yrðu höfð til hliðsjónar við veitingu vínveitinga- og veitingahúsaleyfa. Þessi tillaga er að sjálfsögðu lögð fram til höfuðs stöðum sem bjóða upp á sýningar kvenna sem tína af sér spjarirnar, og sumir vilja kalla klámbúllur en aðrir erótíska dansstaði, allt eftir því hvernig smekkur viðkomandi er í laginu. Nú er ekki sérstaklega eftirsóknarvert að hætta sér inn í umræðu um hvað er klám og hvað er ekki klám, enda loðið og teygjanlegt hugtak eins og vís lagaprófessor komst einu sinni að orði. En engu að síður er erfitt að sneiða hjá því ef maður vill reyna að átta sig á því hvað það er sem rekur fulltrúa vinstri grænna til þess að gangast á hólm við nektardansstaðina með því að tengja kvenfrelsissjónarmið því hvort þeir fái þau starfsleyfi eins og aðrir skemmtistaðir og veitingahús. Femínistar halda því gjarnan fram að klám sé ofbeldi gegn konum og að sívaxandi klámvæðing á okkar tímum sé viðbrögð karlveldisins við auknu frelsi kvenna. Væntanlega er ætlun vinstri grænna að stöðva þetta ofbeldi með því að sjá til þess að nektardansstaðirnir í miðbænum fái ekki endurnýjuð starfsleyfi sín. Það er hins vegar erfitt að sjá hvaða ofbeldi felst í því að karl horfi á konu afklæðast á sviði ef hún gerir það af fúsum og frjálsum vilja? Auðvitað er það þekkt að kynlífsiðnaðurinn á sér margar skuggahliðar á heimsvísu þar sem stúlkur eru jafnvel fluttar nauðugar milli landa og neyddar í vændi. Lögreglan hefur það hlutverk að fylgjast með að slíkt viðgangist ekki hér. En ofbeldi er ekki sjálfkrafa fylgifiskur kynlífsiðnaðarins. Þar eru margir viljugir þátttakendur drifnir áfram af ólíkum hvötum. Í viðtölum við dansmeyjar, sem hafa starfað á stöðunum hér á landi, kemur yfirleitt fram að þetta séu útlenskar konur sem koma hingað í stuttan tíma í leit að góðum tekjum. Oftast bera þær sig ágætlega, segjast þéna vel en sakna gjarnan heimahaganna. Helstu umkvörtunarefnin hafa verið sviksemi atvinnurekenda þegar kemur að launagreiðslum og að híbýlin sem þeim hefur verið boðið upp á hafi verið ófullnægjandi, eða svipaðar kvartanir og við höfum heyrt frá karlkyns erlendum farandverkamönnum, sem starfa í íslenskum byggingariðnaði. Vinstri græn hafa augsýnilega ekki smekk fyrir því að konur dansi berar fyrir karla og það er nákvæmlega ekkert að því að þau láti þá skoðun sína hátt og skýrt í ljós. Allt annað mál er þegar þau vilja gera sinn smekk að reglum eða lögum fyrir allt samfélagið og þannig þrengja að þeim sem hafa annan smekk og lífsskoðanir. Ekki skal dregið í efa að vinstri græn vilja vel en það eru gamalkunn sannindi að leiðin til glötunar er vörðuð góðum ásetningi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun