Ný ofurtölva tilbúin eftir tvö ár 13. september 2006 00:01 Ný ofurtölva á leiðinni. Bandaríski tölvurisinn IBM segir tvö ár þar til fyrirtækið verði tilbúið með nýja öfurtölvu. Hún er talsvert öflugri en þessar gömlu tölvur frá IBM. MYND/Heiða Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár. Viðskipti Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár.
Viðskipti Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira