Mínus tvö stig í síðustu fimm leikjum 19. september 2006 00:01 Gunnar Þór er hér í sínum fyrsta leik í Svíþjóð er Hammarby bar sigurorð af Djurgården. Hér verst hann skoti frá Mattiasi Jonsson. Fréttablaðið/scanpix Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. "Það var mjög súrt að missa af þessum stigum," sagði Gunnar Þór Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gekk til liðsins í vor, skömmu áður en tímabilið hófst, og hefur spilað langflesta leiki liðsins. "Þetta þýðir að í síðustu fimm leikjum okkar erum við með mínus tvö stig og það er ótrúlegt miðað við að þetta lið var lengi á toppi deildarinnar. Nú þurfum við að spýta í lófana og það þarf bara að detta á okkur einn sigur til að koma okkur á beinu brautina. Við getum enn náð einhverju af efstu sætunum. En því er ekki að neita að þetta hefur lagst á sálina á leikmönnum." Gunnar hefur verið frá í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. "Ég var nú að klára mína fyrstu alvöru fótboltaæfingu í nokkrar vikur en ég tognaði í nára um daginn," sagði Gunnar, sem kveðst afar ánægður með dvölina. "Ég hef náð þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir tímabilið, að vera í byrjunarliðinu í meira en helmingi leikjanna. Nú setur maður sér ný markmið og það verður einnig gott að ná heilu undirbúningstímabili með liðinu," sagði Gunnar, sem býst ekki við því að það verði auðvelt að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik.- esá Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. "Það var mjög súrt að missa af þessum stigum," sagði Gunnar Þór Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gekk til liðsins í vor, skömmu áður en tímabilið hófst, og hefur spilað langflesta leiki liðsins. "Þetta þýðir að í síðustu fimm leikjum okkar erum við með mínus tvö stig og það er ótrúlegt miðað við að þetta lið var lengi á toppi deildarinnar. Nú þurfum við að spýta í lófana og það þarf bara að detta á okkur einn sigur til að koma okkur á beinu brautina. Við getum enn náð einhverju af efstu sætunum. En því er ekki að neita að þetta hefur lagst á sálina á leikmönnum." Gunnar hefur verið frá í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. "Ég var nú að klára mína fyrstu alvöru fótboltaæfingu í nokkrar vikur en ég tognaði í nára um daginn," sagði Gunnar, sem kveðst afar ánægður með dvölina. "Ég hef náð þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir tímabilið, að vera í byrjunarliðinu í meira en helmingi leikjanna. Nú setur maður sér ný markmið og það verður einnig gott að ná heilu undirbúningstímabili með liðinu," sagði Gunnar, sem býst ekki við því að það verði auðvelt að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik.- esá
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira