Munurinn lá í sóknarnýtingunni 9. október 2006 10:15 Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira