Nást 100 milljarðar króna í hús? 11. október 2006 06:00 Frá fjölmennum afkomufundi Glitnis í síðustu viku. Samkvæmt spám greiningardeilda verður Kaupþing í sérklassa á þriðja ársfjórðungi og er búist við að hagnaður bankans verði 35 milljarðar króna. Rekstraraðstæður voru almennt fjármálafyrirtækjum hagstæðar á þriðja ársfjórðungi og taka þau mestan hluta hagnaðar til sín. Greiningardeildir viðskiptabankanna spá almennt góðum hagnaði félaga í Kauphöll Íslands fyrir þriðja ársfjórðung. Tvenn stórtíðindi gætu gerst á ársfjórðungnum; að Kaupþing setji hagnaðarmet á einum ársfjórðungi og heildarhagnaður fyrirtækja í Kauphöll fari yfir eitt hundrað milljarða króna á fjórðungnum í fyrsta sinn. Við gerð þessarar fréttar er stuðst við afkomuspár Glitnis og Landsbankans en Kaupþing birtir sínar tölur í dag og er því aðeins stuðst við nokkur fyrirtæki úr spá bankans.Góð skilyrði fyrir bankaÞað er orðin hálfgerð klisja að tala um ofurhagnað fjármálafyrirtækjana en staðreyndin er einfaldlega sú að heildarhagnaður þeirra heldur bara áfram að vaxa og vaxa. Innkoma Existu á hlutabréfamarkað og góð skilyrði hjá fjármálafyrirtækjum veldur því að methagnaður verður á rekstri þeirra á þriðja ársfjórðungi.Tekjur bankanna koma aðallega úr þremur áttum; hreinar vaxtatekjur, þóknanatekjur og fjárfestingatekjur. Þar sem síðasti ársfjórðungur var einkar góður á hlutabréfamarkaði, eins og sýndi sig í fimmtán prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar, ætti gengishagnaður að vera áberandi í uppgjörum banka og annarra fjármálafyrirtækja.Glitnir spáir því að heildarhagnaður þeirra fimmtán félaga sem bankinn horfir til verði samanlagður 94 milljarðar króna. Þar af er hagnaður fjármálafyrirtækja áætlaður um 84 milljarðar. Landsbankinn reiknar með minni heildarhagnaði sextán félaga eða rúmum 74 milljörðum króna, þar af nemi hagnaður fjármálafyrirtækja yfir 68 milljörðum króna. Alls auka fyrirtækin hagnað sinn um 70 prósent á milli ára, miðað við spá Landsbankans, en ef Exista er tekið með í reikninginn nemur aukningin 130 prósentum.Hér sést því berlega að lítið þarf upp á til að hagnaður allra fyrirtækja fari yfir eitt hundrað milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Ef spádómar Glitnismanna rætast þá næst það takmark, enda spáir Glitnir ekki fyrir eigin afkomu.Meðaltalsspár markaðsaðila um afkomu félaga á 3. ársfjórðungi* Kaupþing35.203Exista22.245Glitnir7.691Landsbanki6.174FL Group5.634Straumur5.210Avion Group4.658Actavis2.095Bakkavör1.698Tryggingamiðstöðin1.160Mosaic Fashions1.117Atorka Group575Vinnslustöðin394Össur348Icelandic Group188Marel-12Alfesca-219Dagsbrún-1.982Heildarhagnaður90.481* Byggt á afkomuspám Glitnis og Landsbankans. Auk þess hefur Kaupþing gefið út spár fyrir Actavis, Alfesca, Bakkavör, Marel, Vinnslustöðina og Össur. Allar tölur í milljónum króna Met fallaKaupþing er í sérflokki hvað öll fyrirtæki snertir en meðaltalsspá hinna bankanna fyrir bankann hljóðar upp á 35,2 milljarða. Þegar haft er í huga að Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Straumur skiluðu samanlagt 31 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs er um allverulega upphæð að ræða. Að vísu munar miklu á spám Glitnis og Landsbankans gagnvart Kaupþingi, tæpum 8,3 milljörðum króna. Burðarás á hagnaðarmet á einum ársfjórðungi sem var sett á öðrum árshluta árið 2005 þegar félagið skilaði tæplega tuttugu milljarða hagnaði eftir góða sölu á Eimskipafélaginu. Þetta met stendur ekki lengur óhaggað.Íslandsmetið í hagnaði á einu ári á Exista, sem skilaði fimmtíu milljarða króna hagnaði í fyrra en þá var félagið reyndar óskráð. Víst er að þetta met fellur einnig þar sem hagnaður Kaupþings á fyrstu níu mánuðunum stefnir í það að verða 67 milljarðar króna.Fyrir árið í heild er bankanum spáð hagnaði upp á 78,4 milljarða króna en til samanburðar liggur hagnaður Glitnis og Landsbankans á bilinu 33-34 milljarðar fyrir sama tímabil.Gengishagnaður af sölu hlutabréfa í Existu og skráning þess á markað myndar stóran hluta hagnaðar Kaupþings á þriðja ársfjórðungi en einnig ættu hlutabréfamarkaðir hér innanlands og á hinum Norðurlöndunum að gefa vel af sér. Áfram er reiknað með áframhaldandi vexti þóknanatekna hjá bankanum en að vaxtatekjur dragist saman frá öðrum ársfjórðungi sökum minnkandi verðbólgu.Exista, félag sem hefur verið tengt Kaupþingi sterkum böndum, skilar einnig góðu búi á þriðja ársfjórðungi en tveir af stærstu eignarhlutum félagsins, bréf í Bakkavör og Kaupþingi hækkuðu snarpt á fjórðungnum. Markaðsaðilar spá félaginu 22,2 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi en Exista tapaði yfir þremur milljörðum á fyrri hluta ársins.Minni vaxtatekjurGlitni og Landsbankanum er einnig spáð góðu gengi á þriðja ársfjórðungi en þar sem enginn "óvæntur glaðningur" fellur til eins og hjá Kaupþingi verður hagnaður bankanna nokkuð minni. Hreinar vaxtatekjur munu dragast saman milli annars og þriðja ársfjórðungs sökum lægri verðbólgu og styrkingu á gengi krónunnar. Burtséð frá því gefur grunnstarfsemi beggja banka ágætlega af sér.Straumi-Burðarási er spáð 5,2 milljarða hagnaði gangi spáin eftir og nýtur góðs af hækkun hlutabréfaverðs og auknum vaxta- og þóknanatekjum. Það er gjörbreyting frá öðrum ársfjórðungi þegar fjárfestingabankinn skilaði lítis háttar hagnaði.Miklu munar á spám bankanna varðandi uppgjör FL Group. Félagið naut góðs af hækkunum á hlutabréfamörkuðum á þriðja ársfjórðungi en nokkur óvissa virðist ríkja um hreyfingar á gjaldeyrisjöfnuði, sem var jákvæður um 93 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Krónan styrkist talsvert á þriðja ársfjórðungi sem hefur áhrif til lækkunar á þessari eign. Fyrirhuguð sala og skráning Icelandair Group á markað kemur ekki til með að hafa áhrif á afkomu FL fyrr en á fjórða ársfjórðungi en ætla má að hagnaður félagsins á árinu stefni í tæpa þrjátíu milljarða króna.Sísti árshluti ActavisStóru útrásarfyrirtækin Actavis og Bakkavör Group munu skila ágætum hagnaði. Bakkavör, sem skilaði methagnaði á öðrum hluta ársins, hefur verið að vaxa umfram breska markaðinn en ólíklegt er talið að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði meiri en á öðrum. Félaginu er spáð um 1,7 milljarða hagnaði á tímabilinu.Þriðji ársfjórðungur er sennilega slakasti hluti ársins í rekstri Actavis sökum árstíðabundinna sveiflna. Bankarnir þrír eru mjög samstiga gagnvart Actavis og spá félaginu um 2.095 milljóna króna hagnaði. Avion Group hefur valdið fjárfestum vonbrigðum eftir að félagið fór á markað í janúar. Afkoman það sem af er ári hefur verið undir væntingum og leitt til mikillar gengislækkunar frá útboði. Rekstur félagsins er með þeim hætti að allur hagnaður myndast á seinni hluta rekstrarársins en talið er víst að síðasti árshluti verði ekki eins góður og að var stefnt. Glitnir spáir því að Avion hagnist um tæpa sex milljarða króna en Landsbankinn um 3,4 milljörðum. Munurinn felst í því að fyrrnefndi bankinn spáir að söluhagnaður af helmingshlut í Avion Aircraft Trading falli til nú en hinn ekki.Össur og Mosaic eru önnur stórfyrirtæki sem eru framarlega í útrásinni og er búist við fínum uppgjörum frá þeim. Össur er nú að ljúka við samþættingu á þeim félögum sem voru yfirtekin í fyrra og er Royce Medical nú að fullu inni í reikningum þessa árs. Össuri er spáð um 350 milljóna króna hagnaði á fjórðungnum. Þá kemur Rubicon Retail að fullu inn í rekstur Mosaic Fashion, eykur veltu og rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA).Dagsbrún með mikið tapÞrjú félög, sem markaðsaðilar horfa til, skila tapi á þriðja ársfjórðungi. Dagsbrún mun skila verstri afkomu eða tæplega tveggja milljarða króna tapi til viðbótar við mikið tap sem varð á öðrum ársfjórðungi. "Uppgjör félagsins á 3F mun ... einkennast af tiltekt og stórum gjaldfærslum í tengslum við hana [skipulagsbreytingu hjá Wyndeham]," segir í afkomuspá Landsbankans og þar er einnig bent á að kostnaður falli til vegna uppskiptingar Dagsbrúnar og stofnkostnaðar Nyhedsavisen.Uppgjör Marels litast einnig af einskiptiskostnaði af ytri vexti á árinu og verður rekstur félagsins í járnum af þeim sökum á næstunni. Þá er búist við að Alfesca skili slöku uppgjöri, enda var verð á laxi enn hátt á síðasta ársfjórðungi þótt það hafi lækkað verulega að undanförnu. Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Greiningardeildir viðskiptabankanna spá almennt góðum hagnaði félaga í Kauphöll Íslands fyrir þriðja ársfjórðung. Tvenn stórtíðindi gætu gerst á ársfjórðungnum; að Kaupþing setji hagnaðarmet á einum ársfjórðungi og heildarhagnaður fyrirtækja í Kauphöll fari yfir eitt hundrað milljarða króna á fjórðungnum í fyrsta sinn. Við gerð þessarar fréttar er stuðst við afkomuspár Glitnis og Landsbankans en Kaupþing birtir sínar tölur í dag og er því aðeins stuðst við nokkur fyrirtæki úr spá bankans.Góð skilyrði fyrir bankaÞað er orðin hálfgerð klisja að tala um ofurhagnað fjármálafyrirtækjana en staðreyndin er einfaldlega sú að heildarhagnaður þeirra heldur bara áfram að vaxa og vaxa. Innkoma Existu á hlutabréfamarkað og góð skilyrði hjá fjármálafyrirtækjum veldur því að methagnaður verður á rekstri þeirra á þriðja ársfjórðungi.Tekjur bankanna koma aðallega úr þremur áttum; hreinar vaxtatekjur, þóknanatekjur og fjárfestingatekjur. Þar sem síðasti ársfjórðungur var einkar góður á hlutabréfamarkaði, eins og sýndi sig í fimmtán prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar, ætti gengishagnaður að vera áberandi í uppgjörum banka og annarra fjármálafyrirtækja.Glitnir spáir því að heildarhagnaður þeirra fimmtán félaga sem bankinn horfir til verði samanlagður 94 milljarðar króna. Þar af er hagnaður fjármálafyrirtækja áætlaður um 84 milljarðar. Landsbankinn reiknar með minni heildarhagnaði sextán félaga eða rúmum 74 milljörðum króna, þar af nemi hagnaður fjármálafyrirtækja yfir 68 milljörðum króna. Alls auka fyrirtækin hagnað sinn um 70 prósent á milli ára, miðað við spá Landsbankans, en ef Exista er tekið með í reikninginn nemur aukningin 130 prósentum.Hér sést því berlega að lítið þarf upp á til að hagnaður allra fyrirtækja fari yfir eitt hundrað milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Ef spádómar Glitnismanna rætast þá næst það takmark, enda spáir Glitnir ekki fyrir eigin afkomu.Meðaltalsspár markaðsaðila um afkomu félaga á 3. ársfjórðungi* Kaupþing35.203Exista22.245Glitnir7.691Landsbanki6.174FL Group5.634Straumur5.210Avion Group4.658Actavis2.095Bakkavör1.698Tryggingamiðstöðin1.160Mosaic Fashions1.117Atorka Group575Vinnslustöðin394Össur348Icelandic Group188Marel-12Alfesca-219Dagsbrún-1.982Heildarhagnaður90.481* Byggt á afkomuspám Glitnis og Landsbankans. Auk þess hefur Kaupþing gefið út spár fyrir Actavis, Alfesca, Bakkavör, Marel, Vinnslustöðina og Össur. Allar tölur í milljónum króna Met fallaKaupþing er í sérflokki hvað öll fyrirtæki snertir en meðaltalsspá hinna bankanna fyrir bankann hljóðar upp á 35,2 milljarða. Þegar haft er í huga að Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Straumur skiluðu samanlagt 31 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs er um allverulega upphæð að ræða. Að vísu munar miklu á spám Glitnis og Landsbankans gagnvart Kaupþingi, tæpum 8,3 milljörðum króna. Burðarás á hagnaðarmet á einum ársfjórðungi sem var sett á öðrum árshluta árið 2005 þegar félagið skilaði tæplega tuttugu milljarða hagnaði eftir góða sölu á Eimskipafélaginu. Þetta met stendur ekki lengur óhaggað.Íslandsmetið í hagnaði á einu ári á Exista, sem skilaði fimmtíu milljarða króna hagnaði í fyrra en þá var félagið reyndar óskráð. Víst er að þetta met fellur einnig þar sem hagnaður Kaupþings á fyrstu níu mánuðunum stefnir í það að verða 67 milljarðar króna.Fyrir árið í heild er bankanum spáð hagnaði upp á 78,4 milljarða króna en til samanburðar liggur hagnaður Glitnis og Landsbankans á bilinu 33-34 milljarðar fyrir sama tímabil.Gengishagnaður af sölu hlutabréfa í Existu og skráning þess á markað myndar stóran hluta hagnaðar Kaupþings á þriðja ársfjórðungi en einnig ættu hlutabréfamarkaðir hér innanlands og á hinum Norðurlöndunum að gefa vel af sér. Áfram er reiknað með áframhaldandi vexti þóknanatekna hjá bankanum en að vaxtatekjur dragist saman frá öðrum ársfjórðungi sökum minnkandi verðbólgu.Exista, félag sem hefur verið tengt Kaupþingi sterkum böndum, skilar einnig góðu búi á þriðja ársfjórðungi en tveir af stærstu eignarhlutum félagsins, bréf í Bakkavör og Kaupþingi hækkuðu snarpt á fjórðungnum. Markaðsaðilar spá félaginu 22,2 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi en Exista tapaði yfir þremur milljörðum á fyrri hluta ársins.Minni vaxtatekjurGlitni og Landsbankanum er einnig spáð góðu gengi á þriðja ársfjórðungi en þar sem enginn "óvæntur glaðningur" fellur til eins og hjá Kaupþingi verður hagnaður bankanna nokkuð minni. Hreinar vaxtatekjur munu dragast saman milli annars og þriðja ársfjórðungs sökum lægri verðbólgu og styrkingu á gengi krónunnar. Burtséð frá því gefur grunnstarfsemi beggja banka ágætlega af sér.Straumi-Burðarási er spáð 5,2 milljarða hagnaði gangi spáin eftir og nýtur góðs af hækkun hlutabréfaverðs og auknum vaxta- og þóknanatekjum. Það er gjörbreyting frá öðrum ársfjórðungi þegar fjárfestingabankinn skilaði lítis háttar hagnaði.Miklu munar á spám bankanna varðandi uppgjör FL Group. Félagið naut góðs af hækkunum á hlutabréfamörkuðum á þriðja ársfjórðungi en nokkur óvissa virðist ríkja um hreyfingar á gjaldeyrisjöfnuði, sem var jákvæður um 93 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Krónan styrkist talsvert á þriðja ársfjórðungi sem hefur áhrif til lækkunar á þessari eign. Fyrirhuguð sala og skráning Icelandair Group á markað kemur ekki til með að hafa áhrif á afkomu FL fyrr en á fjórða ársfjórðungi en ætla má að hagnaður félagsins á árinu stefni í tæpa þrjátíu milljarða króna.Sísti árshluti ActavisStóru útrásarfyrirtækin Actavis og Bakkavör Group munu skila ágætum hagnaði. Bakkavör, sem skilaði methagnaði á öðrum hluta ársins, hefur verið að vaxa umfram breska markaðinn en ólíklegt er talið að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði meiri en á öðrum. Félaginu er spáð um 1,7 milljarða hagnaði á tímabilinu.Þriðji ársfjórðungur er sennilega slakasti hluti ársins í rekstri Actavis sökum árstíðabundinna sveiflna. Bankarnir þrír eru mjög samstiga gagnvart Actavis og spá félaginu um 2.095 milljóna króna hagnaði. Avion Group hefur valdið fjárfestum vonbrigðum eftir að félagið fór á markað í janúar. Afkoman það sem af er ári hefur verið undir væntingum og leitt til mikillar gengislækkunar frá útboði. Rekstur félagsins er með þeim hætti að allur hagnaður myndast á seinni hluta rekstrarársins en talið er víst að síðasti árshluti verði ekki eins góður og að var stefnt. Glitnir spáir því að Avion hagnist um tæpa sex milljarða króna en Landsbankinn um 3,4 milljörðum. Munurinn felst í því að fyrrnefndi bankinn spáir að söluhagnaður af helmingshlut í Avion Aircraft Trading falli til nú en hinn ekki.Össur og Mosaic eru önnur stórfyrirtæki sem eru framarlega í útrásinni og er búist við fínum uppgjörum frá þeim. Össur er nú að ljúka við samþættingu á þeim félögum sem voru yfirtekin í fyrra og er Royce Medical nú að fullu inni í reikningum þessa árs. Össuri er spáð um 350 milljóna króna hagnaði á fjórðungnum. Þá kemur Rubicon Retail að fullu inn í rekstur Mosaic Fashion, eykur veltu og rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA).Dagsbrún með mikið tapÞrjú félög, sem markaðsaðilar horfa til, skila tapi á þriðja ársfjórðungi. Dagsbrún mun skila verstri afkomu eða tæplega tveggja milljarða króna tapi til viðbótar við mikið tap sem varð á öðrum ársfjórðungi. "Uppgjör félagsins á 3F mun ... einkennast af tiltekt og stórum gjaldfærslum í tengslum við hana [skipulagsbreytingu hjá Wyndeham]," segir í afkomuspá Landsbankans og þar er einnig bent á að kostnaður falli til vegna uppskiptingar Dagsbrúnar og stofnkostnaðar Nyhedsavisen.Uppgjör Marels litast einnig af einskiptiskostnaði af ytri vexti á árinu og verður rekstur félagsins í járnum af þeim sökum á næstunni. Þá er búist við að Alfesca skili slöku uppgjöri, enda var verð á laxi enn hátt á síðasta ársfjórðungi þótt það hafi lækkað verulega að undanförnu.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira