Húsfyllir í Háskólabíói 2. nóvember 2006 15:15 Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Nýtur mikillar hylli hjá íslenskum tónlistarunnendum. MYND/Vilhelm Færri komast að en vilja á tónleika píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Uppselt er á tónleikana í kvöld og engar ósóttar pantanir í boði en þess má geta að húsfyllir varð einnig á nýafstöðnum afmælistónleikum Karlakórsins Fóstbræðra fyrr í vikunni. Fyrirhyggjusamir tónlistarunnendur fá notið efnisskrár kvöldsins og tónsmíða Beethovens og Brahms undir stjórn Rumons Gamba í Háskólabíói en aðrir áhugasamir verða að láta sér nægja útsendingu Rásar 1 frá tónleikunum sem hefst kl. 19.30. Á hinn bóginn er nóg af spennandi tónleikum fram undan því um helgina halda félagar úr Sinfóníunni sína þriðju tónleika í kammertónleikaröð þeirri er kennd er við Kristal. Tónleikarnir fara fram í Listasafni Íslands og mun fríður flokkur hljóðfæraleikara flytja verk eftir Astor Piazzolla, Steve Reich og André Jolivet í safninu undir stjórn Eggerts Pálssonar á laugardaginn. Á döfinni eru einnig hinir sívinsælu kvikmyndatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þrjár þöglar myndir verða sýndar á bíódögum sveitarinnar sem hefjast að viku liðinni. Hin fyrsta er kvikmyndin Intolerance, sem var gerð árið 1916 en efniviður hennar er sóttur í fjögur söguleg tímabil sem öll fjalla um hörmulegar afleiðingar af óþoli mannsins: Babýlon til forna, krossfesting Krists, Frakkland miðalda og Bandaríkin í byrjun 19. aldar. Bandaríska tónskáldið Carl Davies samdi tónlistina við myndina. Annan laugardag er síðan komið að Charles Chaplin að heilla bíógesti en tvær kvikmynda hans verða á dagskrá, The Kid og Idle Class. Chaplin samdi sjálfur tónlist við kvikmyndir sínar þótt hann læsi ekki nótur. Hljómsveitarstjóri á bíódögum er Frank Strobel frá Þýskalandi sem hefur sérhæft sig í að stjórna flutningi tónlistar við undirleik þögulla mynda. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is. Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Færri komast að en vilja á tónleika píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Uppselt er á tónleikana í kvöld og engar ósóttar pantanir í boði en þess má geta að húsfyllir varð einnig á nýafstöðnum afmælistónleikum Karlakórsins Fóstbræðra fyrr í vikunni. Fyrirhyggjusamir tónlistarunnendur fá notið efnisskrár kvöldsins og tónsmíða Beethovens og Brahms undir stjórn Rumons Gamba í Háskólabíói en aðrir áhugasamir verða að láta sér nægja útsendingu Rásar 1 frá tónleikunum sem hefst kl. 19.30. Á hinn bóginn er nóg af spennandi tónleikum fram undan því um helgina halda félagar úr Sinfóníunni sína þriðju tónleika í kammertónleikaröð þeirri er kennd er við Kristal. Tónleikarnir fara fram í Listasafni Íslands og mun fríður flokkur hljóðfæraleikara flytja verk eftir Astor Piazzolla, Steve Reich og André Jolivet í safninu undir stjórn Eggerts Pálssonar á laugardaginn. Á döfinni eru einnig hinir sívinsælu kvikmyndatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þrjár þöglar myndir verða sýndar á bíódögum sveitarinnar sem hefjast að viku liðinni. Hin fyrsta er kvikmyndin Intolerance, sem var gerð árið 1916 en efniviður hennar er sóttur í fjögur söguleg tímabil sem öll fjalla um hörmulegar afleiðingar af óþoli mannsins: Babýlon til forna, krossfesting Krists, Frakkland miðalda og Bandaríkin í byrjun 19. aldar. Bandaríska tónskáldið Carl Davies samdi tónlistina við myndina. Annan laugardag er síðan komið að Charles Chaplin að heilla bíógesti en tvær kvikmynda hans verða á dagskrá, The Kid og Idle Class. Chaplin samdi sjálfur tónlist við kvikmyndir sínar þótt hann læsi ekki nótur. Hljómsveitarstjóri á bíódögum er Frank Strobel frá Þýskalandi sem hefur sérhæft sig í að stjórna flutningi tónlistar við undirleik þögulla mynda. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is.
Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira