Skiptum um áhöfn 10. nóvember 2006 06:00 RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun