Tilgangur jólanna 15. desember 2006 05:00 Hver er tilgangur jólanna? Nú styttist í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jólagjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem að líður keppast fyrirtækin við það að bjóða alltaf aðeins meiri, betri og dýrari vöru. Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efnishyggju sem að ríkir svo sterkt í heiminum í dag. En það er einnig til fólk sem að hefur það ekki svo gott, því miður lifum við ekki í þannig þjófélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið marks, nú snúast gjafirnar bæði frá jólasveininum og fjölskyldum allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina. En kæri lesandi ef við snúum okkur að hinum raunverulega tilgangi jólanna. Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs Jesús Kristur kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjölskylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni fjölskyldunni líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem að við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar. Því að þetta eru stundir sem að við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekki eitthvað sem að við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Hver er tilgangur jólanna? Nú styttist í jólin og fólk fer á stjá, flestir í þeim eina tilgangi að eyða eins miklum peningum í jólagjafir og þeir mögulega geta, gefa allt það stærsta og flottasta sem völ er á. Með hverju árinu sem að líður keppast fyrirtækin við það að bjóða alltaf aðeins meiri, betri og dýrari vöru. Markaðurinn er alltaf að reyna að flýta jólunum. Það er stundum eins og hinn raunverulegi tilgangur jólanna sé gleymdur. Þessi hátíð snýst ekki bara um gjafir. Við megum stundum til með að gleyma okkur í allri þessari efnishyggju sem að ríkir svo sterkt í heiminum í dag. En það er einnig til fólk sem að hefur það ekki svo gott, því miður lifum við ekki í þannig þjófélagi. Hér á Íslandi er líka til fólk sem ekki á neina peninga, hvorki fyrir mat hvað þá gjöfum, gleymum því ekki. Hér áður fyrr var gleðin svo ríkjandi hjá börnunum, jólin hafa misst svolítið marks, nú snúast gjafirnar bæði frá jólasveininum og fjölskyldum allt of mikið um það hver gefi dýrustu gjöfina. En kæri lesandi ef við snúum okkur að hinum raunverulega tilgangi jólanna. Erum við ekki að halda upp á það að sonur Guðs Jesús Kristur kom í heiminn á þessum degi? Þetta er líka tími fyrir fjölskylduna að koma saman og njóta samverunnar. Við þurfum að gefa okkur tíma til þess að sinna henni fjölskyldunni líka, taka sér jólafrí. Það er svo oft sem að við hugsum um að vinna eins og skepnur til þess eins að eiga fyrir Visa-reikningum sem bíður okkar eftir jólin. Hvernig væri nú að vinna aðeins minna og láta það eftir sér frekar að gefa aðeins minni gjafir en eiga þá meiri og dýrmætari stundir í faðmi fjölskyldunnar. Því að þetta eru stundir sem að við fáum ekki aftur, en það er gott að eiga góðar minningar. Þreyta og stress er ekki eitthvað sem að við kjósum að minnast þegar við hugsum um jólin. Gleðileg jól !
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar