Ólundin í Þórunni Einar Sveinbjörnsson skrifar 19. desember 2006 00:01 Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar