Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar 13. janúar 2006 20:55 Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira