Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum frá almenningi 7. febrúar 2006 13:00 Frá Ísafirði. Lögregluyfirvöld á Ísafirði hvetja almenning að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að einhvers konar fíkniefnamisferli eigi sér stað, og heitir uppljóstrurum nafnleynd. Lögfræðingur hjá persónuvernd segir að erfitt gæti reynst að halda nöfnum vitna leyndum, leiði upplýsingar þeirra til ákæru og málaferla. Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi á Ísafirði, segir samfélagið hafa sofnað á verðinum, en ástand unglingamála á norðanverðum Vestfjörðum, í tengslum við drykkju og fíkniefnanotkun, sé ekki eins gott og það hafi verið oft áður. Upplýsingar frá almenningi er einn liðurinn í því að uppræta fíkniefnamisferli á svæðinu. Hann segir lögregluna hafi leitað til almennings varðandi upplýsingaöflun í gegnum tíðina og það hafi gefið góða raun. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd segir að það hafi aldrei talist óheimilt að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að grunsamlegt athæfi eigi sér stað. Einstaklingur sé þó saklaus uns sekt sé sönnuð. Þórður segir að hann gefi ekki tjáð sig sérstaklega um upplýsingaöflun lögreglunnar á Ísafirði. Almennt séð gæti orðið erfitt að heita vitnum nafnleynd til langframa, leiði upplýsingar þeirra til ákæru, þar sem sakborningur hefur rétt á að vera viðstaddur í vitnaleiðslum í málaferlum gegn honum. Fólk á einnig aðgang að upplýsingum úr skrám lögreglu svo fremur sem það skaðar ekki rannsóknarhagsmuni en þá reynir á hvernig fara skal með nöfn annarra einstaklinga sem tengjast málinu. Hlynur segir dómsfordæmi fyrir því að lögreglumaður sem lofar nafnleynd vegna upplýsingagjafar í fíkniefnamálum þurfi ekki að gefa upp nafn viðkomandi. Þeir sem gefa upplýsingar geti því verið óhræddir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Ísafirði hvetja almenning að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að einhvers konar fíkniefnamisferli eigi sér stað, og heitir uppljóstrurum nafnleynd. Lögfræðingur hjá persónuvernd segir að erfitt gæti reynst að halda nöfnum vitna leyndum, leiði upplýsingar þeirra til ákæru og málaferla. Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi á Ísafirði, segir samfélagið hafa sofnað á verðinum, en ástand unglingamála á norðanverðum Vestfjörðum, í tengslum við drykkju og fíkniefnanotkun, sé ekki eins gott og það hafi verið oft áður. Upplýsingar frá almenningi er einn liðurinn í því að uppræta fíkniefnamisferli á svæðinu. Hann segir lögregluna hafi leitað til almennings varðandi upplýsingaöflun í gegnum tíðina og það hafi gefið góða raun. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd segir að það hafi aldrei talist óheimilt að hafa samband við lögreglu ef grunur leikur á að grunsamlegt athæfi eigi sér stað. Einstaklingur sé þó saklaus uns sekt sé sönnuð. Þórður segir að hann gefi ekki tjáð sig sérstaklega um upplýsingaöflun lögreglunnar á Ísafirði. Almennt séð gæti orðið erfitt að heita vitnum nafnleynd til langframa, leiði upplýsingar þeirra til ákæru, þar sem sakborningur hefur rétt á að vera viðstaddur í vitnaleiðslum í málaferlum gegn honum. Fólk á einnig aðgang að upplýsingum úr skrám lögreglu svo fremur sem það skaðar ekki rannsóknarhagsmuni en þá reynir á hvernig fara skal með nöfn annarra einstaklinga sem tengjast málinu. Hlynur segir dómsfordæmi fyrir því að lögreglumaður sem lofar nafnleynd vegna upplýsingagjafar í fíkniefnamálum þurfi ekki að gefa upp nafn viðkomandi. Þeir sem gefa upplýsingar geti því verið óhræddir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira