Um Framsóknarmenn, tálbeitur og fréttir fyrir fugla 5. mars 2006 23:03 Það er ekkert sérstakt styrkleikamerki fyrir Framsóknarflokkinn þegar sjálf vonarstjarnan, erfðaprins flokksins, hverfur snögglega úr ráðherrastóli og af þingi. Árni Magnússon hefur ábyggilega sínar gildu ástæður fyrir þessu. En miðað við skoðanakannanir hefði hann ekki átt tryggt sæti í næstu kosningum fremur en flestir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins. Í raun er Árni að fara svipaða leið og forveri hans í sæti erfðaprinsins, Finnur Ingólfsson. Finnur fékk sig fullsaddan af pólitík - var eiginlega ekki vært þar lengur vegna óvinsælda - gerði stuttan stans í Seðlabankanum (þar sem hann fann lítið við sitt hæfi), hellti sér út í viðskiptalífið og er nú orðinn milljóna - ef ekki milljarðamæringur. Ég jafna þeim að öðru leyti ekki saman Árna og Finni. Árni stóð sig að mörgu leyti vel í félagsmálaráðuneytinu, virtist hafa einlægan vilja til að láta gott af sér leiða í ýmsum málum, í jafnréttismálum, málefnum fatlaðra og samkynhneigðra. Varðstaðan um Íbúðalánasjóð tók örugglega á - mál Valgerðar Bjarnadóttur skaðaði hann meira en tilefni var til. Manni fannst líka eins og Árni kynni ekki sérlega vel við sig í kastljósinu, að hann vildi helst ekki vera þar - án þess þó að hann hefði þetta flóttalega yfirbragð leynimakks sem einkenndi Finn. Kannski var heldur ekki nógu vel að því staðið þegar Árni var gerður að ráðherra. Hann var nýkominn á þing, hafði skriðið þangað inn með örfáum atkvæðum, þegar Halldór Ásgrímsson ákveður að lyfta honum upp í ráðherrastöðu. Í raun skaðaði þetta Árna innan flokksins - áhrifamiklir hópar snerust gegn honum. Honum var legið á hálsi fyrir framhleypnina, fyrir að fá of mikið upp í hendurnar of snemma - fyrir að vera innsti koppur í búri í strákaklíkunni kringum Halldór. --- --- --- Það er hins vegar alltaf að koma betur og betur í ljós hvernig þungamiðjan í samfélaginu hefur færst til - frá pólitíkinni, yfir í viðskiptalífið. Það þykir í rauninni ekkert slæmt skref á framabrautinni að fara úr ráðherraembætti yfir í feitt djobb hjá banka. Kannski er það meira spennandi. Og launin eru ábyggilega betri. ---- --- --- Undarleg er hún þessi umræða um tálbeitur. Nú þykir allt í einu voða sniðugt að nota tálbeitur til að grisja óæskilega menn úr samfélaginu, einkum hugsanlega barnaníðinga og fíkniefnasala. En þá er þess að gæta að sá sem er nappaður af tálbeitu hefur oftastnær ekki framið neinn glæp - hann hefur einfaldlega verið leiddur í gildru. Það er ekki einu sinni hægt að vera viss um að hann hefði gerst sekur um glæpsamlegt athæfi í öðrum tilvikum. Það er semsé vandkvæðum bundið að dæma menn sem hafa verið gómaðir með slíkum aðferðum - eða varla er vilji til að loka þá inni án dóms og laga? Eða er kannski nóg að sýna myndir af þeim í fjölmiðlunum? Það er líka hægt að ganga lengra, beita tálbeitum til að handsama þá sem geyma þjóf innra með sér, umferðarlagabrjóta, já, alls konar fólk sem er ekki fullkomlega heiðarlegt. Með þessu væri smátt og smátt hægt að koma öllu samfélaginu á sakaskrá. En auðvitað er þetta ekkert annað en snertur af múgsefjun, rétthugsun sem er orðin pínu ga ga. --- --- --- Í frægum Monty Python skets eru fluttar fréttir fyrir páfagauka - news for parrots. Síðustu dagana hefur maður pælt í fyrir hvern fréttirnar eru. Á föstudaginn voru tvær fréttir á RÚV um fuglaflensu, ein um kúariðu. Svo náttúrlega allar bisnessfréttirnar. Fréttir fyrir fugla, kýr og kaupsýslumenn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Það er ekkert sérstakt styrkleikamerki fyrir Framsóknarflokkinn þegar sjálf vonarstjarnan, erfðaprins flokksins, hverfur snögglega úr ráðherrastóli og af þingi. Árni Magnússon hefur ábyggilega sínar gildu ástæður fyrir þessu. En miðað við skoðanakannanir hefði hann ekki átt tryggt sæti í næstu kosningum fremur en flestir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins. Í raun er Árni að fara svipaða leið og forveri hans í sæti erfðaprinsins, Finnur Ingólfsson. Finnur fékk sig fullsaddan af pólitík - var eiginlega ekki vært þar lengur vegna óvinsælda - gerði stuttan stans í Seðlabankanum (þar sem hann fann lítið við sitt hæfi), hellti sér út í viðskiptalífið og er nú orðinn milljóna - ef ekki milljarðamæringur. Ég jafna þeim að öðru leyti ekki saman Árna og Finni. Árni stóð sig að mörgu leyti vel í félagsmálaráðuneytinu, virtist hafa einlægan vilja til að láta gott af sér leiða í ýmsum málum, í jafnréttismálum, málefnum fatlaðra og samkynhneigðra. Varðstaðan um Íbúðalánasjóð tók örugglega á - mál Valgerðar Bjarnadóttur skaðaði hann meira en tilefni var til. Manni fannst líka eins og Árni kynni ekki sérlega vel við sig í kastljósinu, að hann vildi helst ekki vera þar - án þess þó að hann hefði þetta flóttalega yfirbragð leynimakks sem einkenndi Finn. Kannski var heldur ekki nógu vel að því staðið þegar Árni var gerður að ráðherra. Hann var nýkominn á þing, hafði skriðið þangað inn með örfáum atkvæðum, þegar Halldór Ásgrímsson ákveður að lyfta honum upp í ráðherrastöðu. Í raun skaðaði þetta Árna innan flokksins - áhrifamiklir hópar snerust gegn honum. Honum var legið á hálsi fyrir framhleypnina, fyrir að fá of mikið upp í hendurnar of snemma - fyrir að vera innsti koppur í búri í strákaklíkunni kringum Halldór. --- --- --- Það er hins vegar alltaf að koma betur og betur í ljós hvernig þungamiðjan í samfélaginu hefur færst til - frá pólitíkinni, yfir í viðskiptalífið. Það þykir í rauninni ekkert slæmt skref á framabrautinni að fara úr ráðherraembætti yfir í feitt djobb hjá banka. Kannski er það meira spennandi. Og launin eru ábyggilega betri. ---- --- --- Undarleg er hún þessi umræða um tálbeitur. Nú þykir allt í einu voða sniðugt að nota tálbeitur til að grisja óæskilega menn úr samfélaginu, einkum hugsanlega barnaníðinga og fíkniefnasala. En þá er þess að gæta að sá sem er nappaður af tálbeitu hefur oftastnær ekki framið neinn glæp - hann hefur einfaldlega verið leiddur í gildru. Það er ekki einu sinni hægt að vera viss um að hann hefði gerst sekur um glæpsamlegt athæfi í öðrum tilvikum. Það er semsé vandkvæðum bundið að dæma menn sem hafa verið gómaðir með slíkum aðferðum - eða varla er vilji til að loka þá inni án dóms og laga? Eða er kannski nóg að sýna myndir af þeim í fjölmiðlunum? Það er líka hægt að ganga lengra, beita tálbeitum til að handsama þá sem geyma þjóf innra með sér, umferðarlagabrjóta, já, alls konar fólk sem er ekki fullkomlega heiðarlegt. Með þessu væri smátt og smátt hægt að koma öllu samfélaginu á sakaskrá. En auðvitað er þetta ekkert annað en snertur af múgsefjun, rétthugsun sem er orðin pínu ga ga. --- --- --- Í frægum Monty Python skets eru fluttar fréttir fyrir páfagauka - news for parrots. Síðustu dagana hefur maður pælt í fyrir hvern fréttirnar eru. Á föstudaginn voru tvær fréttir á RÚV um fuglaflensu, ein um kúariðu. Svo náttúrlega allar bisnessfréttirnar. Fréttir fyrir fugla, kýr og kaupsýslumenn?
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun