Fjölmiðlapistill 28. mars 2006 20:14 Mannaráðningar á Fréttablaðinu verða sífellt merkilegri. Það fer altént ekki á milli mála að hlutur stjórnarflokkanna hefur verið rækilega leiðréttur á blaðinu - fyrst með ráðningu Þorsteins Pálssonar og nú með skipan Péturs Gunnarssonar í stöðu fréttastjóra. Pétur er vissulega mjög öflugur blaðamaður, var árum saman á Mogganum, greindur og vel að sér, en maður fattar samt ekki alveg hugsanaganginn bak við þennan gjörning. Er satt sem sagt er að þarna sé verið að láta undan síendurteknum kvörtunum Halldórs Ásgrímssonar vegna ritstjórnarstefnunnar? Pétur var framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknar, síðar aðstoðarmaður Árna Magnússonar - hefur semsagt verið í innsta hring flokksins. Eru eigendur 365-miðla að hugsa um blaðamennsku eða pólitík - eða grautast þetta allt saman hjá þeim? Hitt er svo annað mál að Pétur hefur verið harður gagnrýnandi Fréttablaðsins og Baugsmiðlanna. Hann sat í fjölmiðlanefndinni margfrægu fyrir tveimur árum - tók margan slaginn á þeim tíma. Þannig væri gaman að sjá Pétur spreyta sig við leiðaraskrif - og gæti jafnvel rifið upp þann heldur dauflega fjölmiðil sem Fréttablaðið er. --- --- --- Á sama tíma er allt í nokkurri óvissu á Morgunblaðinu. Hallgrímur Geirsson framkvæmdastjóri er hættur. Það er sagt að sjálfur Ólafur Jóhann Ólafsson sé farinn að leggja á ráðin um framtíð blaðsins - en sé, uppruna sínum samkvæmur, með hugann mjög við margmiðlun. Verður spennandi að sjá hvaða tækifæri Ólafur sér í henni í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi. Styrmir Gunnarsson varð 68 ára í gær, hann gæti setið tvö ár í viðbót á ritstjórarstóli ef reglum er fylgt. En Styrmir hefur staðið í ýmsum erfiðum málum. Nú síðast hefur honum tekist að fá mestallt viðskiptalífið upp á móti sér. Rekstur blaðsins er líka í járnum - til að efla hann þarf líklega nýtt hlutafé. Það er spurning hvaðan það á að koma. Styrmir hefur hingað til ráðið því sem hann vill á Morgunblaðinu. Nú blasa við ýmsar skipulagsbreytingar - þá er spurning hvort þær nái líka inn á ritstjórn blaðsins? Flestir munu telja að ekki sé vanþörf á. --- --- --- Á sama tíma boðar menntamálaráðherra nýtt fjölmiðlafrumvarp. Það verður væntanlega lagt fram nú í vor - þó aðeins til kynningar. Í frumvarpinu verða varla róttækar málsgreinar um breytingar á eignarhaldi á fjölmiðlum. Það dylst heldur engum hversu Baugur/365 er í miklum sáttarhug gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar er spurning um dreifiveiturnar svokölluðu. Það er mikilvægt mál. Núverandi ástand, að fjölmiðlafyrirtækin/símafyrirtækin einoki dreifiveiturnar, er óþolandi. Það byggir að miklu leyti á því að reisa múra í kringum áskrifendur, koma í veg fyrir að þeir fari annað með viðskipti sín eða hafi aðgang að öðru efni en er skammtað í gegnum dreifiveituna. Þetta er einokunarbisness þar sem allt læsir sig saman, símaþjónusta, farsími, internet, sjónvarp - og hugsanlega netverslun, heimsendingarþjónusta o.s.frv. Möguleikarnir eru margir - það er ekki furða að Rupert Murdoch líti framtíð fjölmiðunar björtum augum. Sá sem ræður yfir dreifiveitunni hefur sífellt meiri möguleika til að stýra neyslu - jú, og hugmyndaheimi - þeirra sem eru í áskrift. Til að afstýra þessu er mikilvægt að aðgangurinn að dreifiveitunum sé frjáls og opinn. Best væri að allt margmiðlunarefni færi í gegnum sameiginlegt net - þar hefur ljósleiðarinn sýnt sig að hafa yfirburði. Þannig þurfa notendur ekki að vera bundnir dreifiveitum símafyrirtækjanna. Ný fjölmiðlalög munu væntanlega vera skref í þessa átt. Það er ekki vonum seinna að setja þau. Í raunninni á krafan að vera - allt upp á gátt! --- --- --- Annars sætir tíðindum að Síminn og Orkuveita Reykjavíkur eru farin að tala saman. Það hefði líklega verið óhugsandi á tíma Davíðs Oddssonar - þegar pólitíkin var stríðari en hún er nú. En þetta er spurning um hreina og klára hagsmuni. Framtíðin liggur í ljósleiðaranum, þar eru möguleikarnir nánast ótæmandi. Breiðband Símans er úrelt, dreifing gegnum Adsl er ýmsum takmörkunum háð. Í raun er eina vitið að hraða ljósleiðaravæðingunni eins og framast er unnt. --- --- --- Í gær nefndi ég skipan sendiherra í Washington. Mig langar að bæta þessu við: Það er gamalkunnug aðferð í pólitík að láta leka út um vonda ákvörðun. Til þess síðan að geta tekið hana ekki. Það þykir þá bera vott um stjórnvisku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Mannaráðningar á Fréttablaðinu verða sífellt merkilegri. Það fer altént ekki á milli mála að hlutur stjórnarflokkanna hefur verið rækilega leiðréttur á blaðinu - fyrst með ráðningu Þorsteins Pálssonar og nú með skipan Péturs Gunnarssonar í stöðu fréttastjóra. Pétur er vissulega mjög öflugur blaðamaður, var árum saman á Mogganum, greindur og vel að sér, en maður fattar samt ekki alveg hugsanaganginn bak við þennan gjörning. Er satt sem sagt er að þarna sé verið að láta undan síendurteknum kvörtunum Halldórs Ásgrímssonar vegna ritstjórnarstefnunnar? Pétur var framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknar, síðar aðstoðarmaður Árna Magnússonar - hefur semsagt verið í innsta hring flokksins. Eru eigendur 365-miðla að hugsa um blaðamennsku eða pólitík - eða grautast þetta allt saman hjá þeim? Hitt er svo annað mál að Pétur hefur verið harður gagnrýnandi Fréttablaðsins og Baugsmiðlanna. Hann sat í fjölmiðlanefndinni margfrægu fyrir tveimur árum - tók margan slaginn á þeim tíma. Þannig væri gaman að sjá Pétur spreyta sig við leiðaraskrif - og gæti jafnvel rifið upp þann heldur dauflega fjölmiðil sem Fréttablaðið er. --- --- --- Á sama tíma er allt í nokkurri óvissu á Morgunblaðinu. Hallgrímur Geirsson framkvæmdastjóri er hættur. Það er sagt að sjálfur Ólafur Jóhann Ólafsson sé farinn að leggja á ráðin um framtíð blaðsins - en sé, uppruna sínum samkvæmur, með hugann mjög við margmiðlun. Verður spennandi að sjá hvaða tækifæri Ólafur sér í henni í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi. Styrmir Gunnarsson varð 68 ára í gær, hann gæti setið tvö ár í viðbót á ritstjórarstóli ef reglum er fylgt. En Styrmir hefur staðið í ýmsum erfiðum málum. Nú síðast hefur honum tekist að fá mestallt viðskiptalífið upp á móti sér. Rekstur blaðsins er líka í járnum - til að efla hann þarf líklega nýtt hlutafé. Það er spurning hvaðan það á að koma. Styrmir hefur hingað til ráðið því sem hann vill á Morgunblaðinu. Nú blasa við ýmsar skipulagsbreytingar - þá er spurning hvort þær nái líka inn á ritstjórn blaðsins? Flestir munu telja að ekki sé vanþörf á. --- --- --- Á sama tíma boðar menntamálaráðherra nýtt fjölmiðlafrumvarp. Það verður væntanlega lagt fram nú í vor - þó aðeins til kynningar. Í frumvarpinu verða varla róttækar málsgreinar um breytingar á eignarhaldi á fjölmiðlum. Það dylst heldur engum hversu Baugur/365 er í miklum sáttarhug gagnvart stjórnvöldum. Hins vegar er spurning um dreifiveiturnar svokölluðu. Það er mikilvægt mál. Núverandi ástand, að fjölmiðlafyrirtækin/símafyrirtækin einoki dreifiveiturnar, er óþolandi. Það byggir að miklu leyti á því að reisa múra í kringum áskrifendur, koma í veg fyrir að þeir fari annað með viðskipti sín eða hafi aðgang að öðru efni en er skammtað í gegnum dreifiveituna. Þetta er einokunarbisness þar sem allt læsir sig saman, símaþjónusta, farsími, internet, sjónvarp - og hugsanlega netverslun, heimsendingarþjónusta o.s.frv. Möguleikarnir eru margir - það er ekki furða að Rupert Murdoch líti framtíð fjölmiðunar björtum augum. Sá sem ræður yfir dreifiveitunni hefur sífellt meiri möguleika til að stýra neyslu - jú, og hugmyndaheimi - þeirra sem eru í áskrift. Til að afstýra þessu er mikilvægt að aðgangurinn að dreifiveitunum sé frjáls og opinn. Best væri að allt margmiðlunarefni færi í gegnum sameiginlegt net - þar hefur ljósleiðarinn sýnt sig að hafa yfirburði. Þannig þurfa notendur ekki að vera bundnir dreifiveitum símafyrirtækjanna. Ný fjölmiðlalög munu væntanlega vera skref í þessa átt. Það er ekki vonum seinna að setja þau. Í raunninni á krafan að vera - allt upp á gátt! --- --- --- Annars sætir tíðindum að Síminn og Orkuveita Reykjavíkur eru farin að tala saman. Það hefði líklega verið óhugsandi á tíma Davíðs Oddssonar - þegar pólitíkin var stríðari en hún er nú. En þetta er spurning um hreina og klára hagsmuni. Framtíðin liggur í ljósleiðaranum, þar eru möguleikarnir nánast ótæmandi. Breiðband Símans er úrelt, dreifing gegnum Adsl er ýmsum takmörkunum háð. Í raun er eina vitið að hraða ljósleiðaravæðingunni eins og framast er unnt. --- --- --- Í gær nefndi ég skipan sendiherra í Washington. Mig langar að bæta þessu við: Það er gamalkunnug aðferð í pólitík að láta leka út um vonda ákvörðun. Til þess síðan að geta tekið hana ekki. Það þykir þá bera vott um stjórnvisku.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun