Allir sammála Egill Helgason skrifar 8. maí 2006 23:08 Við erum að fara um landið með kosningafundi á vegum NFS - sem er ákaflega gaman. En það vekur athygli að víðast hvar eru menn sammála um flest mál, þ.e. grundvallaratriðin - hvað sveitarfélagið eigi að gera, hver stefnan skuli vera. Stundum er ekki hægt að toga fram skoðanaágreining með töngum. Maður fær alltaf sama svarið - við hugsum öll um hag bæjarins okkar, snúum bökum saman þegar á reynir. Á morgun verðum við í Reykjanesbæ. Þar er spennan hvort Sjálfstæðisflokkurinn vinni hreinan meirihuta aftur. Á Ísafirði gæti svo farið að stjórnarandstaðan, Í-listinn, velti meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Meirihlutinn í Fjarðarbyggð er líka í hættu - þar gæti svo farið að helsti málsvari áliðnaðar á Austfjörðum, Smári Geirsson, nái ekki kjöri. Þannig að það er spenna víða þar sem við förum. Það verður gaman að fylgjast með þessu á kosninganótt, en þá á ég að vera í útsendingu á NFS/Stöð 2. En það breytir því ekki að frambjóðendur eru mestanpart sammála. --- --- --- Í Reykjavík er skoðanamunurinn líka fjarska lítill (og í Kópavogi boðar Sjálfstæðisflokkurinn vöggustofur sem eru táknmynd kommúnískra kennisetninga í Atómstöð Halldórs Laxness). Það er verið að kjósa eftir gömlum flokkslínum, um persónur og frammistöðu gamla meirihlutans - og þar er vissulega margt gagnrýnivert - en ekki um stefnuna, meginatriðin. Enginn kemur fram með róttækar hugmyndir eins og að lækka skatta, senda börnin heim af stofnununum þar sem þau dvelja eða kveða einkabílismann í kútinn. Svo er rifist um tæknilegar útfærslur eins og flugvallarstæði á Lönguskerjum eða mismunandi útgáfur á Sundabraut - mál sem koma flokkapólitík auðvitað ekki hót við. En viðhorfin hafa líka breyst. Nú virðist vera að fjórtán borgarfulltrúar á móti einum séu fylgjandi því að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýri. Það var ekki svona þegar ég hóf að skrifa um flugvallarmálið árið 1998. Eftir kosningarnar verða kannski allir borgarfulltrúarnir fimmtán sammála um þetta. --- --- --- En á sama tíma virðist manni eins og þeir sem búa utan höfuðborgarinnar vilji neyða Reykvíkinga til að hafa flugvöllinn áfram. Í þeim er enginn sáttatónn. Ég veit svosem ekki hversu mikið er að marka bæjarstjóranna hér í kring, þeir eru jú sjálfir að fara í kosningar og vilja skapa sér einhvers konar sérstöðu. Það er hægt að skoða kort og sjá að hin blessuðu Löngusker eru ekki nær Seltjarnarnesi en til dæmis Vatnsmýrin í Reykjavík. Svo stígur fram formaður einhvers flugmannafélags og segir að kennsluflug leggist niður ef það færist úr Vatnsmýri. Bíðum við - var ekki samkomulag milli Ingibjargar Sólrúnar, þáverandi borgarstjóra, og Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra til langs tíma, að æfinga- og kennsluflugið yrði fært frá Reykjavíkurflugvelli? Ekki man ég betur. Samkomulögin hafa reyndar verið mörg og flest heldur ómerkileg. Maður vonar til að mynda að aldrei verði af byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll, en um það varð saomkomulag milli áðurnefnds Sturlu og Steinunnar Valdísar borgarstjóra. --- --- --- Hann er bölvaður nánasarhátturinn kringum Reykjavík. Hér má helst ekkert framkvæma á meðan er verið að bora jarðgöng fyrir milljarða út um allt land. Auðvitað á að setja Sundabrautina í göng, ekki fara einhverja tíkarlega leið sem Sturla býður á útsölu. Og auðvitað á að athuga með að flytja flugvöllinn út á Löngusker (eða Bessastaðanes!). Kostnaðurinn við það er ekki mikill miðað við ávinninginn, fjölmenna byggð í Vatnsmýri, sölu lóða þar, hagkvæmari borg. Ég er viss um að til er fullt af kapítalistum sem væru til í að leggja nýjan flugvöll gegn því að fá á móti að þróa hluta af Vatnsmýrinni. Það væri einfaldlega góður bisness. Var ekki Blaðið einmitt með frétt þessa efnis á forsíðu i morgun? --- --- --- P.S. Ef mönnum er svona umhugað um varp, hví ráða þeir þá ekki niðurlögum sílamáfsins sem hefur eyðilagt varpið á Reykjavíkurtjörn mörg ár í röð? Ég myndi kjósa þann flokk sem lofaði því að ráðast gegn þessum ófögnuði. Upp með byssurnar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Við erum að fara um landið með kosningafundi á vegum NFS - sem er ákaflega gaman. En það vekur athygli að víðast hvar eru menn sammála um flest mál, þ.e. grundvallaratriðin - hvað sveitarfélagið eigi að gera, hver stefnan skuli vera. Stundum er ekki hægt að toga fram skoðanaágreining með töngum. Maður fær alltaf sama svarið - við hugsum öll um hag bæjarins okkar, snúum bökum saman þegar á reynir. Á morgun verðum við í Reykjanesbæ. Þar er spennan hvort Sjálfstæðisflokkurinn vinni hreinan meirihuta aftur. Á Ísafirði gæti svo farið að stjórnarandstaðan, Í-listinn, velti meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Meirihlutinn í Fjarðarbyggð er líka í hættu - þar gæti svo farið að helsti málsvari áliðnaðar á Austfjörðum, Smári Geirsson, nái ekki kjöri. Þannig að það er spenna víða þar sem við förum. Það verður gaman að fylgjast með þessu á kosninganótt, en þá á ég að vera í útsendingu á NFS/Stöð 2. En það breytir því ekki að frambjóðendur eru mestanpart sammála. --- --- --- Í Reykjavík er skoðanamunurinn líka fjarska lítill (og í Kópavogi boðar Sjálfstæðisflokkurinn vöggustofur sem eru táknmynd kommúnískra kennisetninga í Atómstöð Halldórs Laxness). Það er verið að kjósa eftir gömlum flokkslínum, um persónur og frammistöðu gamla meirihlutans - og þar er vissulega margt gagnrýnivert - en ekki um stefnuna, meginatriðin. Enginn kemur fram með róttækar hugmyndir eins og að lækka skatta, senda börnin heim af stofnununum þar sem þau dvelja eða kveða einkabílismann í kútinn. Svo er rifist um tæknilegar útfærslur eins og flugvallarstæði á Lönguskerjum eða mismunandi útgáfur á Sundabraut - mál sem koma flokkapólitík auðvitað ekki hót við. En viðhorfin hafa líka breyst. Nú virðist vera að fjórtán borgarfulltrúar á móti einum séu fylgjandi því að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýri. Það var ekki svona þegar ég hóf að skrifa um flugvallarmálið árið 1998. Eftir kosningarnar verða kannski allir borgarfulltrúarnir fimmtán sammála um þetta. --- --- --- En á sama tíma virðist manni eins og þeir sem búa utan höfuðborgarinnar vilji neyða Reykvíkinga til að hafa flugvöllinn áfram. Í þeim er enginn sáttatónn. Ég veit svosem ekki hversu mikið er að marka bæjarstjóranna hér í kring, þeir eru jú sjálfir að fara í kosningar og vilja skapa sér einhvers konar sérstöðu. Það er hægt að skoða kort og sjá að hin blessuðu Löngusker eru ekki nær Seltjarnarnesi en til dæmis Vatnsmýrin í Reykjavík. Svo stígur fram formaður einhvers flugmannafélags og segir að kennsluflug leggist niður ef það færist úr Vatnsmýri. Bíðum við - var ekki samkomulag milli Ingibjargar Sólrúnar, þáverandi borgarstjóra, og Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra til langs tíma, að æfinga- og kennsluflugið yrði fært frá Reykjavíkurflugvelli? Ekki man ég betur. Samkomulögin hafa reyndar verið mörg og flest heldur ómerkileg. Maður vonar til að mynda að aldrei verði af byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll, en um það varð saomkomulag milli áðurnefnds Sturlu og Steinunnar Valdísar borgarstjóra. --- --- --- Hann er bölvaður nánasarhátturinn kringum Reykjavík. Hér má helst ekkert framkvæma á meðan er verið að bora jarðgöng fyrir milljarða út um allt land. Auðvitað á að setja Sundabrautina í göng, ekki fara einhverja tíkarlega leið sem Sturla býður á útsölu. Og auðvitað á að athuga með að flytja flugvöllinn út á Löngusker (eða Bessastaðanes!). Kostnaðurinn við það er ekki mikill miðað við ávinninginn, fjölmenna byggð í Vatnsmýri, sölu lóða þar, hagkvæmari borg. Ég er viss um að til er fullt af kapítalistum sem væru til í að leggja nýjan flugvöll gegn því að fá á móti að þróa hluta af Vatnsmýrinni. Það væri einfaldlega góður bisness. Var ekki Blaðið einmitt með frétt þessa efnis á forsíðu i morgun? --- --- --- P.S. Ef mönnum er svona umhugað um varp, hví ráða þeir þá ekki niðurlögum sílamáfsins sem hefur eyðilagt varpið á Reykjavíkurtjörn mörg ár í röð? Ég myndi kjósa þann flokk sem lofaði því að ráðast gegn þessum ófögnuði. Upp með byssurnar!