Samkeppnishæfni, draslmenning, yfirlýsing Dags og Vilhjálms 14. maí 2006 23:23 Afskaplega er skrítið að sjá Ísland í efstu sætum lista yfir samkeppnishæfustu lönd í heimi og þau ríki í heiminum sem eru hvað opnust fyrir hnattvæðingu. Um hvort tveggja mátti lesa í síðustu viku. Við höfum gjaldmiðil sem ekki er hægt að skipta í útlöndum, vaxtaokur er hér með ólíkindum, bankarnir eru með þjóðina í hálfgerðu vistabandi, vöruverðið er fáránlega hátt, landbúnaðurinn er sá óhagkvæmasti í víðri veröld, útlendingar mega ekki eignast hlut í höfuðatvinnugreininni, erlendar fjármálastofnanir láta sér ekki til hugar koma að starfa hér - raunar eru í landinu varla neinar erlendar fjárfestingar svo heitið geti nema í gegnum stóriðju sem er stofnað til á vegum hins opinbera. Nú veit ég ekki hvaða mælikvarðar eru notaðir í svona könnunum - en þeir virðast henta Íslandi vel. Ná ekki að mæla ruglið sem hér er í gangi. --- --- --- En við erum alltaf til í að tileinka okkur það versta frá útlöndum. Um helgina var frumsýnd hér kvikmyndin Mission Impossible III. Af fyrri myndunum að dæma er þetta hreinræktað drasl. En það var talin nauðsyn að sýna hana í öllum kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu nema einu. Maður ekur um bæinn og sér út um allt veitingahús sem heita KFC, McDonald´s, Pizza Hut, Caesars, Ruby Tusday, Burgerking, Subway, TG Friday, Domino´s, American Style. Starbuck´s hefur ekki skotið rótum hér, en það hlýtur að vera tímaspursmál. Fyrir nokkrum vikum var allt nýríka liðið á Porsche Cayenne smájeppum. Nú hafa þeir horfið eins og dögg fyrir sólu. Enginn er maður með mönnum nema hann sé á nýjustu týpunni af Range Rover Sport. --- --- --- Alfreð Þorsteinsson segir um nýja Landspítalann að ákvörðun liggi fyrir - að höfðu samráði við ríki og borg. Hann skammar stjórnmálamenn sem hlaupi undan hræddir eins og hérar. Vandinn er bara sá, Alfreð, að Reykvíkingar voru aldrei spurðir. Þetta hefur sjálfsagt verið rætt í ótal nefndum, heill her sérfræðinga hefur væntanlega komið að málinu, en það hefur ekki verið kynnt fyrir borgurunum. Ekki einu sinni fyrir fólkinu sem býr í nágrenninu. Það er líka eins og stjórnmálamennirnir forðist þetta umræðuefni. Það er ekki rætt á Alþingi - kannski er málið einfaldlega of stórt fyrir þingmennina. Þetta er sama saga og með Hringbrautina. Manni var alltaf sagt að búið væri að taka ákvðrðunina, það væri of seint að hreyfa andmælum. Samt mundi maður ekki eftir því að umræðan hefði nokkurn tíma farið fram. Svo sitjum við uppi með þennan hrylling - af því enginn varð til að koma vitinu fyrir sérfræðingana. --- --- --- Einhvers staðar las ég eftirfarandi: Sérfræðingur er maður sem hefur gert öll hugsanleg mistök - á mjög þröngu sviði. --- --- --- Í þættinum hjá mér í dag aftóku bæði Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að leyfa einhverjum minni flokkanna að semja sig í borgarstjórarstólinn. Þetta er merkileg yfirlýsing. Sú staða gæti hæglega komið upp að Vinstri grænir, Framsókn eða Frjálslyndir komist í oddaaðstöðu og fari að heimta miklu meira en kosningaúrslitin mæla fyrir um - jafnvel borgarstjórastólinn sjálfan. Það er vondur siður í íslenskri pólitík að hlíta ekki niðurstöðum kosninga. Þetta þætti fásinna á Norðurlöndunum. Ein ástæðan fyrir því að staða Halldórs Ásgrímssonar er svo slæm er að hann hefur mjög takmarkað umboð frá kjósendum til að vera forsætisráðherra. Engum minni flokkanna skal óskað svo meinlegra örlaga að þeir detti út úr borgarstjórn, en þeir eiga að uppskera í samræmi við kjörfylgi - ekki meira. --- --- --- Það urðu smá mistök í þættinum í dag. Ég ætlaði að sýna nokkrar myndir af hinum frábæra vef rvik.blogspot.com en í loftið fóru bara myndirnar sem tengjast Framsóknarflokknum. Úbbs. Það var ætlunin að sýna meira. Skopmyndirnar þarna eru margar bráðfyndnar - kíkið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Afskaplega er skrítið að sjá Ísland í efstu sætum lista yfir samkeppnishæfustu lönd í heimi og þau ríki í heiminum sem eru hvað opnust fyrir hnattvæðingu. Um hvort tveggja mátti lesa í síðustu viku. Við höfum gjaldmiðil sem ekki er hægt að skipta í útlöndum, vaxtaokur er hér með ólíkindum, bankarnir eru með þjóðina í hálfgerðu vistabandi, vöruverðið er fáránlega hátt, landbúnaðurinn er sá óhagkvæmasti í víðri veröld, útlendingar mega ekki eignast hlut í höfuðatvinnugreininni, erlendar fjármálastofnanir láta sér ekki til hugar koma að starfa hér - raunar eru í landinu varla neinar erlendar fjárfestingar svo heitið geti nema í gegnum stóriðju sem er stofnað til á vegum hins opinbera. Nú veit ég ekki hvaða mælikvarðar eru notaðir í svona könnunum - en þeir virðast henta Íslandi vel. Ná ekki að mæla ruglið sem hér er í gangi. --- --- --- En við erum alltaf til í að tileinka okkur það versta frá útlöndum. Um helgina var frumsýnd hér kvikmyndin Mission Impossible III. Af fyrri myndunum að dæma er þetta hreinræktað drasl. En það var talin nauðsyn að sýna hana í öllum kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu nema einu. Maður ekur um bæinn og sér út um allt veitingahús sem heita KFC, McDonald´s, Pizza Hut, Caesars, Ruby Tusday, Burgerking, Subway, TG Friday, Domino´s, American Style. Starbuck´s hefur ekki skotið rótum hér, en það hlýtur að vera tímaspursmál. Fyrir nokkrum vikum var allt nýríka liðið á Porsche Cayenne smájeppum. Nú hafa þeir horfið eins og dögg fyrir sólu. Enginn er maður með mönnum nema hann sé á nýjustu týpunni af Range Rover Sport. --- --- --- Alfreð Þorsteinsson segir um nýja Landspítalann að ákvörðun liggi fyrir - að höfðu samráði við ríki og borg. Hann skammar stjórnmálamenn sem hlaupi undan hræddir eins og hérar. Vandinn er bara sá, Alfreð, að Reykvíkingar voru aldrei spurðir. Þetta hefur sjálfsagt verið rætt í ótal nefndum, heill her sérfræðinga hefur væntanlega komið að málinu, en það hefur ekki verið kynnt fyrir borgurunum. Ekki einu sinni fyrir fólkinu sem býr í nágrenninu. Það er líka eins og stjórnmálamennirnir forðist þetta umræðuefni. Það er ekki rætt á Alþingi - kannski er málið einfaldlega of stórt fyrir þingmennina. Þetta er sama saga og með Hringbrautina. Manni var alltaf sagt að búið væri að taka ákvðrðunina, það væri of seint að hreyfa andmælum. Samt mundi maður ekki eftir því að umræðan hefði nokkurn tíma farið fram. Svo sitjum við uppi með þennan hrylling - af því enginn varð til að koma vitinu fyrir sérfræðingana. --- --- --- Einhvers staðar las ég eftirfarandi: Sérfræðingur er maður sem hefur gert öll hugsanleg mistök - á mjög þröngu sviði. --- --- --- Í þættinum hjá mér í dag aftóku bæði Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að leyfa einhverjum minni flokkanna að semja sig í borgarstjórarstólinn. Þetta er merkileg yfirlýsing. Sú staða gæti hæglega komið upp að Vinstri grænir, Framsókn eða Frjálslyndir komist í oddaaðstöðu og fari að heimta miklu meira en kosningaúrslitin mæla fyrir um - jafnvel borgarstjórastólinn sjálfan. Það er vondur siður í íslenskri pólitík að hlíta ekki niðurstöðum kosninga. Þetta þætti fásinna á Norðurlöndunum. Ein ástæðan fyrir því að staða Halldórs Ásgrímssonar er svo slæm er að hann hefur mjög takmarkað umboð frá kjósendum til að vera forsætisráðherra. Engum minni flokkanna skal óskað svo meinlegra örlaga að þeir detti út úr borgarstjórn, en þeir eiga að uppskera í samræmi við kjörfylgi - ekki meira. --- --- --- Það urðu smá mistök í þættinum í dag. Ég ætlaði að sýna nokkrar myndir af hinum frábæra vef rvik.blogspot.com en í loftið fóru bara myndirnar sem tengjast Framsóknarflokknum. Úbbs. Það var ætlunin að sýna meira. Skopmyndirnar þarna eru margar bráðfyndnar - kíkið á.