Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið 22. júní 2006 19:00 Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira