Handtekinn fyrir innherjasvik 23. júní 2006 10:06 Yoshiaki Murakami. Mynd/AFP Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári eftir að hann fékk vitneskju um að japanska netfyrirtækið Livedoor hygðist kaupa hlut í fyrirtækinu. Nippon Broadcasting System er útvarpsstöð í Japan og hækkuðu bréf fyrirtækisins hratt þegar fyrirtækin Livedoor og Fuji Television kepptust um hluti í fyrirtækinu. Murakami seldi bréf sín í Nippon Broadcasting System til Livedoor þegar kaupin voru afstaðin. Þetta er enn eitt fjármálahneykslið tengt Livedoor. Fyrr á þessu ári þurfti að loka fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í Tókýó í 20 mínútur vegna mikils álags á tölvukerfi kauphallarinnar þegar fjöldi fjárfesta seldi bréf sín í fyrirtækinu eftir að upp komst að lögregluyfirvöld hefðu Livedoor til rannsóknar. Fjórir stjórnendur fyrirtækisins fölsuðu afkomutölur Livedoor árið 2004 og létu sem það hefði skilað hagnaði í staðinn fyrir tap. Voru þeir handteknir nokkru síðar. Umskipti hafa orðið á stjórn félagsins, sem var afskráð úr kauphöllinni í mars. Murakami á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi verði hann dæmdur sekur fyrir innherjasvik og greiðslu sektar upp á rúmar 1,9 milljónir íslenskra króna. Þá getur svo farið að fjárfestingafyrirtæki hans, MAC Asset Management, verði dæmt til að greiða allt að 190 milljónir króna í sektir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári eftir að hann fékk vitneskju um að japanska netfyrirtækið Livedoor hygðist kaupa hlut í fyrirtækinu. Nippon Broadcasting System er útvarpsstöð í Japan og hækkuðu bréf fyrirtækisins hratt þegar fyrirtækin Livedoor og Fuji Television kepptust um hluti í fyrirtækinu. Murakami seldi bréf sín í Nippon Broadcasting System til Livedoor þegar kaupin voru afstaðin. Þetta er enn eitt fjármálahneykslið tengt Livedoor. Fyrr á þessu ári þurfti að loka fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í Tókýó í 20 mínútur vegna mikils álags á tölvukerfi kauphallarinnar þegar fjöldi fjárfesta seldi bréf sín í fyrirtækinu eftir að upp komst að lögregluyfirvöld hefðu Livedoor til rannsóknar. Fjórir stjórnendur fyrirtækisins fölsuðu afkomutölur Livedoor árið 2004 og létu sem það hefði skilað hagnaði í staðinn fyrir tap. Voru þeir handteknir nokkru síðar. Umskipti hafa orðið á stjórn félagsins, sem var afskráð úr kauphöllinni í mars. Murakami á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi verði hann dæmdur sekur fyrir innherjasvik og greiðslu sektar upp á rúmar 1,9 milljónir íslenskra króna. Þá getur svo farið að fjárfestingafyrirtæki hans, MAC Asset Management, verði dæmt til að greiða allt að 190 milljónir króna í sektir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira