Gott skipulag er gulli betra 1. júlí 2006 10:00 Mynd/hh Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda
Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira