Aumingja Jónas, grein Arnars, dóp og drykkja 21. nóvember 2006 12:37 Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt ár hvert á afmælisdegi skáldsins. Þegar farið var af stað með þessi verðlaun hélt ég að þau ættu að vera hvatning fyrir fólk sem er að nota íslenskuna á lifandi hátt, kannski í nýju og skemmtilegu samhengi. Nú er þetta hins vegar dottið í það að vera viðurkenning fyrir ævistarf eldra fólks - yfirleitt skálda ellegar málræktarsinna. Sumt er þetta hið mætasta fólk, en er ekki nóg að næla bara á það fálkaorðuna? Hér er listi yfir verðlaunahafana. Það verður að segjast eins og er að þarna á listanum eru einstaklingar (mér liggur við að segja aðilar) sem hafa farið langleiðina með að drepa áhuga manns á íslenskri tungu og bókmenntum. Þetta er skelfilega íhaldssamt. Miklu nær væri að gefa verðlaunin poppurum sem kappkosta að syngja á góðri íslensku (Bubba, Stuðmönnum), kvikmyndagerðarmönnum sem gera íslenskar myndir, frumherjum í bókaútgáfu (Snæbirni) rithöfundum sem þora að gefa tilraunir með málið (Hallgrími), blaðamönnum sem ná að skrifa almennilegan íslenskan stíl - já, eða einhverjum sem nota íslenskuna með lifandi hætti á netinu. Einhvern veginn væri það meira í anda Fjölnis og Jónasar. Tek fram að ég er ekki að sníkja verðlaun fyrir sjálfan mig. Ég hef yfirleitt passað mig á að hafa ekki miklar skoðanir á verðlaunaveitingum, hvort sem það er Nóbelinn, Eddan, Íslensku bókmenntaverðlaunin eða Jónas. Einhvern veginn hefur mér alltaf þótt pínu bjánalegt að velta sér upp úr svona. --- --- --- Hrikalega eru menn búnir að þvæla mikið um grein Arnars Jenssonar sem birtist í síðustu viku. Því það sem þessi mæti lögreglumaður sagði í greininni var tóm vitleysa - það er fjarska skrítið ef hann hefur borið þetta undir ríkislögreglustjórann sjálfan og fengið samþykki. Arnar var meðal annars að tala um að ríkt fólk stæði betur fyrir dómstólum en fátækt fólk. Við þessu brugðust menn og fóru að tala um eitthvað sem kallast jafnræðisregla. En nú er það svo að ekki verður allt jafnað í þessum heimi. Jón Ásgeir á peninga og getur keypt sér betri lögfræðiþjónustu en til dæmis Lalli Johns eða bara ég. Og af því hann á svo mikið og skuldar sjálfsagt eitthvað er miklu meira verk að rannsaka hann. Svona er þetta og það verður svona þangað til kannski kemur kommúnistabylting - þá eiga hinir fátæku betri séns fyrir alþýðudómstólunum en hinir ríku. Út af þessu hafa spunnist leiðaraskrif í blöðum og utandagsrárumræða á Alþingi. Það er hluti af einhvers konar tafli sem ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi áhuga á lengur. Baugsmálið er alveg steindautt. Það sem eftir stendur að loknum lestri á grein Arnars er að ríkislögreglan hefur verið að klúðra mörgum stórum málum og nýtur ekki sérlega mikils trausts. Er ekki annars kominn tími til að skýrsla Atla Gíslasonar um mál Franklíns Steiner verði birt? --- --- --- Á vef BBC segir frá rannsókn sem leiðir í ljós að breskir unglingar hegða sér verr en ungmenni í öðrum löndum. Það hefur svosem löngum verið vitað að ungt fólk á Bretlandi væri óuppdregið - á ensku heitir fyrirbærið yobishness - en hér er leitt í ljós að 15 ára unglingar á Bretlandi drekka meira, nota meiri eiturlyf, beita meira ofbeldi og fara fyrr að stunda kynlíf en jafnaldrar þeirra víðast hvar í Evrópu. Þeir eru líka minna heima hjá sér. Í Skotlandi eyða 56 prósent fimmtán ára unglinga flestum kvöldum úti með vinum sínum, í Frakklandi er þessi tala aðeins 17 prósent. Í skýrslunni eru líka fleiri vísbendingar um að unglingar á Bretlandi hafi sáralítil samskipti við foreldra sína. Unglingar á meginlandi Evrópu borða til dæmis miklu oftar með fjölskyldu sinni en unglingarnir á Bretlandi. Á Ítalíu setjast 93 prósent táninga oft til borðs með fjölskyldunni, en aðeins 64 prósent á Bretlandi. Nú spyr maður: Hvernig skyldi þessu vera háttað hér á landi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt ár hvert á afmælisdegi skáldsins. Þegar farið var af stað með þessi verðlaun hélt ég að þau ættu að vera hvatning fyrir fólk sem er að nota íslenskuna á lifandi hátt, kannski í nýju og skemmtilegu samhengi. Nú er þetta hins vegar dottið í það að vera viðurkenning fyrir ævistarf eldra fólks - yfirleitt skálda ellegar málræktarsinna. Sumt er þetta hið mætasta fólk, en er ekki nóg að næla bara á það fálkaorðuna? Hér er listi yfir verðlaunahafana. Það verður að segjast eins og er að þarna á listanum eru einstaklingar (mér liggur við að segja aðilar) sem hafa farið langleiðina með að drepa áhuga manns á íslenskri tungu og bókmenntum. Þetta er skelfilega íhaldssamt. Miklu nær væri að gefa verðlaunin poppurum sem kappkosta að syngja á góðri íslensku (Bubba, Stuðmönnum), kvikmyndagerðarmönnum sem gera íslenskar myndir, frumherjum í bókaútgáfu (Snæbirni) rithöfundum sem þora að gefa tilraunir með málið (Hallgrími), blaðamönnum sem ná að skrifa almennilegan íslenskan stíl - já, eða einhverjum sem nota íslenskuna með lifandi hætti á netinu. Einhvern veginn væri það meira í anda Fjölnis og Jónasar. Tek fram að ég er ekki að sníkja verðlaun fyrir sjálfan mig. Ég hef yfirleitt passað mig á að hafa ekki miklar skoðanir á verðlaunaveitingum, hvort sem það er Nóbelinn, Eddan, Íslensku bókmenntaverðlaunin eða Jónas. Einhvern veginn hefur mér alltaf þótt pínu bjánalegt að velta sér upp úr svona. --- --- --- Hrikalega eru menn búnir að þvæla mikið um grein Arnars Jenssonar sem birtist í síðustu viku. Því það sem þessi mæti lögreglumaður sagði í greininni var tóm vitleysa - það er fjarska skrítið ef hann hefur borið þetta undir ríkislögreglustjórann sjálfan og fengið samþykki. Arnar var meðal annars að tala um að ríkt fólk stæði betur fyrir dómstólum en fátækt fólk. Við þessu brugðust menn og fóru að tala um eitthvað sem kallast jafnræðisregla. En nú er það svo að ekki verður allt jafnað í þessum heimi. Jón Ásgeir á peninga og getur keypt sér betri lögfræðiþjónustu en til dæmis Lalli Johns eða bara ég. Og af því hann á svo mikið og skuldar sjálfsagt eitthvað er miklu meira verk að rannsaka hann. Svona er þetta og það verður svona þangað til kannski kemur kommúnistabylting - þá eiga hinir fátæku betri séns fyrir alþýðudómstólunum en hinir ríku. Út af þessu hafa spunnist leiðaraskrif í blöðum og utandagsrárumræða á Alþingi. Það er hluti af einhvers konar tafli sem ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi áhuga á lengur. Baugsmálið er alveg steindautt. Það sem eftir stendur að loknum lestri á grein Arnars er að ríkislögreglan hefur verið að klúðra mörgum stórum málum og nýtur ekki sérlega mikils trausts. Er ekki annars kominn tími til að skýrsla Atla Gíslasonar um mál Franklíns Steiner verði birt? --- --- --- Á vef BBC segir frá rannsókn sem leiðir í ljós að breskir unglingar hegða sér verr en ungmenni í öðrum löndum. Það hefur svosem löngum verið vitað að ungt fólk á Bretlandi væri óuppdregið - á ensku heitir fyrirbærið yobishness - en hér er leitt í ljós að 15 ára unglingar á Bretlandi drekka meira, nota meiri eiturlyf, beita meira ofbeldi og fara fyrr að stunda kynlíf en jafnaldrar þeirra víðast hvar í Evrópu. Þeir eru líka minna heima hjá sér. Í Skotlandi eyða 56 prósent fimmtán ára unglinga flestum kvöldum úti með vinum sínum, í Frakklandi er þessi tala aðeins 17 prósent. Í skýrslunni eru líka fleiri vísbendingar um að unglingar á Bretlandi hafi sáralítil samskipti við foreldra sína. Unglingar á meginlandi Evrópu borða til dæmis miklu oftar með fjölskyldu sinni en unglingarnir á Bretlandi. Á Ítalíu setjast 93 prósent táninga oft til borðs með fjölskyldunni, en aðeins 64 prósent á Bretlandi. Nú spyr maður: Hvernig skyldi þessu vera háttað hér á landi?