Efnahagsstjórn, hagvöxtur og Vestfirðir Guðbjartur Hannesson skrifar 2. febrúar 2007 00:01 Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun