Leiðandi í lyfjadreifingu 28. febrúar 2007 00:01 Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri Distica Gylfi segir uppskiptingu Vistor í tvö félög hafa gefið Distica kjörið tækifæri til að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. MYND/GVA Um áramótin síðustu tók Gylfi Rútsson við stjórnartaumum nýja innflutnings- og dreifingarfyrirtækisins Distica. Félagið varð til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Framvegis mun Vistor einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóðendur sína á lyfja- og heilbrigðismarkaði. Distica verður hins vegar sérhæft í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, dýraheilbrigðisvörum, sem og vörum fyrir heilbrigðisþjónustur og rannsóknarstofur. Áður en Gylfi réði sig til starfa hjá Vistor, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í fjögur ár, var hann fjármálastjóri hjá Tali í fjögur ár og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tæknivals í átta ár. Þrátt fyrir að vera mjög reyndur á sviði fjármálanna er hann útskrifaður af markaðssviði viðskiptafræðinnar og hóf reyndar starfsferil sinn á markaðsdeild fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis. „Þar má segja að ég hafi verið að selja og markaðssetja peninga og hafi þannig sogast inn í peningamálin," segir Gylfi. Hann segist þó fyrst og fremst vera rekstrarmaður og það henti honum því vel að stjórna því rekstrarverkefni sem Distica er.Fjölmörg tækifæri á dreifingarmarkaðiGylfi segir að lyfja- og heilbrigðismarkaðurinn sé í raun tveir markaðir. Annars vegar sölu- og markaðshlutinn og hins vegar dreifingarhlutinn. Tvær aðalástæður séu fyrir því að Vistor hafi verið skipt upp í tvö félög.Vistor og forverar þess hefðu fram til þessa einungis dreift vörum fyrir sína umbjóðendur og því í raun ekki keppt nema á hluta dreifingarmarkaðarins. Uppskipting félaganna hafi gefið kjörið tækifæri til þess að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. „Við höfum látið gera fyrir okkur kannanir árlega í nokkurn tíma sem sýna að við veitum góða þjónustu að mati viðskiptavina okkar. Af þeim niðurstöðum sáum við að við ættum að geta nýtt sérþekkingu okkar betur. Enn fremur var Distica að taka yfir dreifingu á vörum Actavis um áramótin. Þar sem Actavis er stór og þekktur framleiðandi samheitalyfja en Vistor fulltrúi frumlyfjaframleiðenda erum við að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra."Distica sér áfram um dreifingu fyrir umbjóðendur Vistor en sér nú einnig um dreifingu fyrir önnur fyrirtæki. Áætluð ársvelta Distica félagsins er 8,3 milljarðar króna og félagið hefur um 61 prósents hlutdeild á lyfjadreifingarmarkaðnum.Flókinn markaður og sérstakar vörurAðalkeppinautur Distica hefur tæplega 35 prósenta hlutdeild á markaðnum. Gylfi segir þetta dæmigert mynstur fyrir markað af þessum toga. Á hinum Norðurlöndunum berjist líka tveir stórir aðilar um mestan hluta markaðarins. „Ástæðan fyrir þessu er að fyrirtæki sem dreifa og meðhöndla lyf þurfa að uppfylla miklar kröfur og mikið regluverk. Við þurfum að hafa leyfi fyrir innflutningi og heildsöludreifingu á lyfjum. Þá þurfum við einnig að hafa framleiðsluleyfi þar sem við sjáum um að setja íslenskar merkingar og leiðbeiningar í vöruna þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Þar að auki er þessi vara sérstök og hana þarf að meðhöndla á mjög sérhæfðan hátt. Vörurnar eru viðkvæmar og þær verður að geyma og flytja við rétt skilyrði, til dæmis hvað varðar hita, raka og birtu."Distica hefur verið með ISO 9001 gæðavottun undanfarin tíu ár. Þetta segir Gylfi hafa skilað sér á margvíslegan hátt til rekstursins. Bæði í auknu afhendingaröryggi, færri villum í afgreiðslu og betri frammistöðu við afgreiðslu. Þá segir hann kerfið hjálpa til við að uppfylla rétta og eftirsóknarverða afgreiðsluhætti sem félagið leitist við að framfylgja. Í því felist að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi og á réttum tíma.„Starfsmannavelta Distica er mjög lág og margir af þeim fimmtíu starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu hafa verið þar lengi. Við höfum á að skipa góðu, hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki með mikla reynslu í þessari starfsemi," segir Gylfi. Stefnubreytingin sem varð nú um áramótin var þó ný af nálinni og Gylfi segir starfsfólk fyrirtækisins taka breytingunum vel.„Þetta er að sjálfsögðu mikil áskorun þar sem starfsemin hefur aukist mikið á stuttum tíma. En það hefur bara eflt baráttuandann í mannskapnum og við ætlum áfram að veita afburða þjónustu á þessum markaði." Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Um áramótin síðustu tók Gylfi Rútsson við stjórnartaumum nýja innflutnings- og dreifingarfyrirtækisins Distica. Félagið varð til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Framvegis mun Vistor einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóðendur sína á lyfja- og heilbrigðismarkaði. Distica verður hins vegar sérhæft í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, dýraheilbrigðisvörum, sem og vörum fyrir heilbrigðisþjónustur og rannsóknarstofur. Áður en Gylfi réði sig til starfa hjá Vistor, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í fjögur ár, var hann fjármálastjóri hjá Tali í fjögur ár og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tæknivals í átta ár. Þrátt fyrir að vera mjög reyndur á sviði fjármálanna er hann útskrifaður af markaðssviði viðskiptafræðinnar og hóf reyndar starfsferil sinn á markaðsdeild fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis. „Þar má segja að ég hafi verið að selja og markaðssetja peninga og hafi þannig sogast inn í peningamálin," segir Gylfi. Hann segist þó fyrst og fremst vera rekstrarmaður og það henti honum því vel að stjórna því rekstrarverkefni sem Distica er.Fjölmörg tækifæri á dreifingarmarkaðiGylfi segir að lyfja- og heilbrigðismarkaðurinn sé í raun tveir markaðir. Annars vegar sölu- og markaðshlutinn og hins vegar dreifingarhlutinn. Tvær aðalástæður séu fyrir því að Vistor hafi verið skipt upp í tvö félög.Vistor og forverar þess hefðu fram til þessa einungis dreift vörum fyrir sína umbjóðendur og því í raun ekki keppt nema á hluta dreifingarmarkaðarins. Uppskipting félaganna hafi gefið kjörið tækifæri til þess að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. „Við höfum látið gera fyrir okkur kannanir árlega í nokkurn tíma sem sýna að við veitum góða þjónustu að mati viðskiptavina okkar. Af þeim niðurstöðum sáum við að við ættum að geta nýtt sérþekkingu okkar betur. Enn fremur var Distica að taka yfir dreifingu á vörum Actavis um áramótin. Þar sem Actavis er stór og þekktur framleiðandi samheitalyfja en Vistor fulltrúi frumlyfjaframleiðenda erum við að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra."Distica sér áfram um dreifingu fyrir umbjóðendur Vistor en sér nú einnig um dreifingu fyrir önnur fyrirtæki. Áætluð ársvelta Distica félagsins er 8,3 milljarðar króna og félagið hefur um 61 prósents hlutdeild á lyfjadreifingarmarkaðnum.Flókinn markaður og sérstakar vörurAðalkeppinautur Distica hefur tæplega 35 prósenta hlutdeild á markaðnum. Gylfi segir þetta dæmigert mynstur fyrir markað af þessum toga. Á hinum Norðurlöndunum berjist líka tveir stórir aðilar um mestan hluta markaðarins. „Ástæðan fyrir þessu er að fyrirtæki sem dreifa og meðhöndla lyf þurfa að uppfylla miklar kröfur og mikið regluverk. Við þurfum að hafa leyfi fyrir innflutningi og heildsöludreifingu á lyfjum. Þá þurfum við einnig að hafa framleiðsluleyfi þar sem við sjáum um að setja íslenskar merkingar og leiðbeiningar í vöruna þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Þar að auki er þessi vara sérstök og hana þarf að meðhöndla á mjög sérhæfðan hátt. Vörurnar eru viðkvæmar og þær verður að geyma og flytja við rétt skilyrði, til dæmis hvað varðar hita, raka og birtu."Distica hefur verið með ISO 9001 gæðavottun undanfarin tíu ár. Þetta segir Gylfi hafa skilað sér á margvíslegan hátt til rekstursins. Bæði í auknu afhendingaröryggi, færri villum í afgreiðslu og betri frammistöðu við afgreiðslu. Þá segir hann kerfið hjálpa til við að uppfylla rétta og eftirsóknarverða afgreiðsluhætti sem félagið leitist við að framfylgja. Í því felist að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi og á réttum tíma.„Starfsmannavelta Distica er mjög lág og margir af þeim fimmtíu starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu hafa verið þar lengi. Við höfum á að skipa góðu, hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki með mikla reynslu í þessari starfsemi," segir Gylfi. Stefnubreytingin sem varð nú um áramótin var þó ný af nálinni og Gylfi segir starfsfólk fyrirtækisins taka breytingunum vel.„Þetta er að sjálfsögðu mikil áskorun þar sem starfsemin hefur aukist mikið á stuttum tíma. En það hefur bara eflt baráttuandann í mannskapnum og við ætlum áfram að veita afburða þjónustu á þessum markaði."
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira