Okkar 11. september 1. mars 2007 00:01 Rík er sú tilhneiging hjá ráðamönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það - þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður - sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin. Þannig héldu margir - og halda kannski enn - að lífið eftir 11. september yrði aldrei eins og fyrir 11. september. Ég sé engan mun nema að maður er lengur að hökta í gegnum flugstöðvar. Samt fóru allir yfir um á tímabili. Lífsskilyrði okkar áttu á versna, frelsið að gufa upp. Bjánalegar litamerkingar um yfirvofandi ógnir dundu á okkur úr fréttatímum og Víkingasveitin spúlaði bögglasendingar í atómsprengjugöllum. Allt bráðfyndið svona eftir á. Síðasta vika var okkar 11. september. Nú voru það ekki framandi illmenni sem flugu á Tvíburaturna heldur framandi dónar sem ætluðu að gista í Bændahöllinni og hugsanlega að eðla sig í snjóskafli. Tilhugsunin var óyfirstíganlega hræðileg og því fóru allir - og þá meina ég "allir" í merkingunni þeir sem tala hæst - yfir um. Hver um annan þveran fundu viðkvæmir karlar í ábyrgðarstöðum sig knúna til að segja okkur að þeir fyrirlitu hinn ónefnanlega óþverra, hvattir áfram af bálreiðum konum sem fóru á kostum í vitleysunni og hrærðu öllu saman í einn andstyggðargraut. Heilbrigð skynsemi átti ekki séns í moldviðrinu og því fór sem fór. Árásinni var hrundið og meint víðsýnt og umburðarlynt nútímafólk gladdist innilega þegar óaf-sakanleg mannréttindabrot voru framin á sárasaklausum Evrópubúum, sem höfðu framið þann eina glæp að hafa aðra lífsafstöðu en hinir víðsýnu Íslendingar. Öfugsnúið? Já. Upplýsandi? Já. Knúinn áfram af húrrahrópum jákórsins og ímyndaðri stemningu (sjá könnun Fréttablaðsins á þriðjudag) beit Steingrímur Joð hausinn af skömminni með "netlöggu"-tali sínu í Silfri Egils. Er maðurinn sem vildi halda áfram að banna bjór heppilegastur til að ákveða hvað má eða má ekki á netinu? Þetta atvik sýndi okkur ekki bara hvert staurblind pólitísk rétthugsun getur leitt, heldur líka - þrátt fyrir blauta drauma um annað - hversu innilega lítið og lummulegt Ísland er. Hvar annars staðar hefði annað eins uppnám orðið út af engu? Jú, líklega í Færeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Rík er sú tilhneiging hjá ráðamönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það - þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður - sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin. Þannig héldu margir - og halda kannski enn - að lífið eftir 11. september yrði aldrei eins og fyrir 11. september. Ég sé engan mun nema að maður er lengur að hökta í gegnum flugstöðvar. Samt fóru allir yfir um á tímabili. Lífsskilyrði okkar áttu á versna, frelsið að gufa upp. Bjánalegar litamerkingar um yfirvofandi ógnir dundu á okkur úr fréttatímum og Víkingasveitin spúlaði bögglasendingar í atómsprengjugöllum. Allt bráðfyndið svona eftir á. Síðasta vika var okkar 11. september. Nú voru það ekki framandi illmenni sem flugu á Tvíburaturna heldur framandi dónar sem ætluðu að gista í Bændahöllinni og hugsanlega að eðla sig í snjóskafli. Tilhugsunin var óyfirstíganlega hræðileg og því fóru allir - og þá meina ég "allir" í merkingunni þeir sem tala hæst - yfir um. Hver um annan þveran fundu viðkvæmir karlar í ábyrgðarstöðum sig knúna til að segja okkur að þeir fyrirlitu hinn ónefnanlega óþverra, hvattir áfram af bálreiðum konum sem fóru á kostum í vitleysunni og hrærðu öllu saman í einn andstyggðargraut. Heilbrigð skynsemi átti ekki séns í moldviðrinu og því fór sem fór. Árásinni var hrundið og meint víðsýnt og umburðarlynt nútímafólk gladdist innilega þegar óaf-sakanleg mannréttindabrot voru framin á sárasaklausum Evrópubúum, sem höfðu framið þann eina glæp að hafa aðra lífsafstöðu en hinir víðsýnu Íslendingar. Öfugsnúið? Já. Upplýsandi? Já. Knúinn áfram af húrrahrópum jákórsins og ímyndaðri stemningu (sjá könnun Fréttablaðsins á þriðjudag) beit Steingrímur Joð hausinn af skömminni með "netlöggu"-tali sínu í Silfri Egils. Er maðurinn sem vildi halda áfram að banna bjór heppilegastur til að ákveða hvað má eða má ekki á netinu? Þetta atvik sýndi okkur ekki bara hvert staurblind pólitísk rétthugsun getur leitt, heldur líka - þrátt fyrir blauta drauma um annað - hversu innilega lítið og lummulegt Ísland er. Hvar annars staðar hefði annað eins uppnám orðið út af engu? Jú, líklega í Færeyjum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun