Vinstri græn - umbúðalaus Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. apríl 2007 05:00 Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun