Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur 19. apríl 2007 13:00 Sísta plata Modest Mouse til þessa en samt sem áður margslungin og heldur Modest Mouse enn í fremstu röð. We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira