Besta fjárfestingin hingað til 25. apríl 2007 06:00 Elísabet Sveinsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“ Undir smásjánni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“
Undir smásjánni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira