Risaeðlur og fyrsta hanagal 29. apríl 2007 12:00 Sveitin hefur gjarnan forgöngu um kynningu nýrra verka hér á landi. Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira