Curver + Kimono - tvær stjörnur 30. apríl 2007 08:15 Þrátt fyrir flottan hljóm veldur þessi samstarfsplata Curvers og Kimono miklum vonbrigðum. Mixin eru fyrirsjáanleg og ná ekki að halda athyglinni. Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira