Dulkóðaður raðmorðingi 17. maí 2007 11:00 Veistu ekki hver ég er? Zodiac-morðinginn sendi þremur dagblöðum dulkóðað bréf þar sem raunverulegt nafn hans var skrifað. Um helgina verður spennutryllirinnn Zodiac frumsýndur en þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans David Fincher. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Norður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratugarins. Zodiac-raðmorðinginn er einhver mesta ráðgáta í sögu Bandaríkjanna og enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Talið er að hann hafi myrt fimm og sært tvo frá desembermánuði 1968 til október 1969. Lögreglan í Kaliforníu stóð gjörsamlega ráðþrota gagnvart þessum morðum og almenningur óttaðist að hver sem er gæti orðið næstur.Bréf frá morðingjaGraysmith Jake Gyllenhaal leikur Robert Graysmith, þann sem hefur komist næst því að leysa gátuna um Zodiac.Zodiac sýndi síðan af sér fádæma ósvífni og sjálfsöryggi þegar hann sendi þremur dagblöðum í ríkinu dulkóðað bréf 1. ágúst 1969 þar sem hann lýsti sig ábyrgan á þremur morðum en í einu bréfinu var að finna alvöru nafn hans. Þessar bréfaskriftir héldu áfram til ársins 1974 og voru skrifuð á fjórum dulkóðum en enn hefur sérfræðingum einungis tekist að ráða einn þeirra.Fjöldi annarra bréfa bárust frá mönnum sem lýstu því yfir að þeir væru Zodiac-morðinginn en fjölmörgum þeirra hefur verið vísað frá vegna grunsemda um fölsun. Í mars á þessu ári uppgötvaðist jólakort sem stílað var á San Francisco Chronicle frá árinu 1990 þar sem var að finna bréf til blaðsins á dulkóða og þótti hann svipa til verka Zodiac. Sérfræðingur rannsóknardeildar lögreglunnar, Lloyd Cunningham, úrskurðaði að bréfið væri óekta en fjölmargir Zodiac-sérfræðingar hafa leyft sér að efast um þá niðurstöðu.Zodiac-mynd Davids Fincher byggir á bókum glæpasagnahöfundarins Roberts Graysmith, sem starfaði hjá San Francisco Chronicle um svipað leyti og blaðinu tóku að berast bréfin frá Zodiac. Graysmith hefur um árabil verið talinn einn helsti kenningasmiðurinn um hver Zodiac væri og var meðal annars fenginn til liðs við New York Post þegar svokallaður „copycat“ eða hermikráka Zodiacs gekk laus um borgina. Þótt margir efist um réttmæti og sannleiksgildi kenningar Graysmiths er hún enn ein af örfáum sem hefur tekist að varpa daufu ljósi á morðin í Kaliforníu.Grunur fellur á kynferðisbrotamannSá sem var hvað sterklegast grunaður um að vera Zodiac-morðinginn var Arthur Leigh Allen, dæmdur kynferðisafbrotamaður. Svo sterkur var grunur lögreglunnar í San Francisco að hún fékk þrívegis leitarheimild; í september árið 1974, í febrúar árið 1991 og ágúst ári seinna en þá var Allen nýlátinn. Vinur hans lét grunsemdir sínar í ljós við lögregluyfirvöld en þegar Allen var færður til yfirheyrslu og spurður út í blóðuga hnífa sem fundust í skottinu á bílnum hans, sama dag og eitt morðið var framið, sagðist hann hafa verið að drepa kjúklinga.Hann lýsti alla tíð yfir sakleysi sínu og DNA-rannsóknir gátu ekki tengt hann við málið, auk þess sem rithönd hans reyndist mjög ólík rithönd Zodiacs. Engu að síður hafa yfirvöld í Kaliforníu aldrei útilokað að Allen tengdist málinu á einn eða annan hátt. Þá var auðjöfurinn Paul Stines einnig grunaður um tíma en frá því var horfið.Harry fæst við ZodiacÞó að Zodiac-mynd Finchers sé sú fyrsta sem byggir á bók Graysmiths hefur Hollywood áður reynt að varpa einhverju ljósi á þennan morðingja. Frægasti andstæðingur Zodiacs er eflaust Harry Callahan, betur þekktur sem Dirty Harry, sem eltist við morðingja í San Francisco en sá var lauslega byggður á kenningunum um Zodiac. Hann kallaði sig Scorpio og í einu atriðanna hertekur hann skólarútu fulla af börnum og hótar að sprengja hana í loft upp. Zodiac hafði í einu af bréfum sínum gefið í skyn að hann myndi gera slíkt hið sama.Opinberlega er talið að Zodiac hafi myrt fimm og sært tvo frá desembermánuði ársins 1968 til október árið 1969. Þrátt fyrir það eignaði morðinginn sér dauða 37 í einu af bréfum sínum en það hefur aldrei verið staðfest og þykir frekar ólíklegt.Lögreglan í San Francisco hefur aldrei lokað málinu, það var úrskurðað „óvirkt“ árið 2004 en opnað á nýjan leik í mars á þessu ári. Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Um helgina verður spennutryllirinnn Zodiac frumsýndur en þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans David Fincher. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Norður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratugarins. Zodiac-raðmorðinginn er einhver mesta ráðgáta í sögu Bandaríkjanna og enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Talið er að hann hafi myrt fimm og sært tvo frá desembermánuði 1968 til október 1969. Lögreglan í Kaliforníu stóð gjörsamlega ráðþrota gagnvart þessum morðum og almenningur óttaðist að hver sem er gæti orðið næstur.Bréf frá morðingjaGraysmith Jake Gyllenhaal leikur Robert Graysmith, þann sem hefur komist næst því að leysa gátuna um Zodiac.Zodiac sýndi síðan af sér fádæma ósvífni og sjálfsöryggi þegar hann sendi þremur dagblöðum í ríkinu dulkóðað bréf 1. ágúst 1969 þar sem hann lýsti sig ábyrgan á þremur morðum en í einu bréfinu var að finna alvöru nafn hans. Þessar bréfaskriftir héldu áfram til ársins 1974 og voru skrifuð á fjórum dulkóðum en enn hefur sérfræðingum einungis tekist að ráða einn þeirra.Fjöldi annarra bréfa bárust frá mönnum sem lýstu því yfir að þeir væru Zodiac-morðinginn en fjölmörgum þeirra hefur verið vísað frá vegna grunsemda um fölsun. Í mars á þessu ári uppgötvaðist jólakort sem stílað var á San Francisco Chronicle frá árinu 1990 þar sem var að finna bréf til blaðsins á dulkóða og þótti hann svipa til verka Zodiac. Sérfræðingur rannsóknardeildar lögreglunnar, Lloyd Cunningham, úrskurðaði að bréfið væri óekta en fjölmargir Zodiac-sérfræðingar hafa leyft sér að efast um þá niðurstöðu.Zodiac-mynd Davids Fincher byggir á bókum glæpasagnahöfundarins Roberts Graysmith, sem starfaði hjá San Francisco Chronicle um svipað leyti og blaðinu tóku að berast bréfin frá Zodiac. Graysmith hefur um árabil verið talinn einn helsti kenningasmiðurinn um hver Zodiac væri og var meðal annars fenginn til liðs við New York Post þegar svokallaður „copycat“ eða hermikráka Zodiacs gekk laus um borgina. Þótt margir efist um réttmæti og sannleiksgildi kenningar Graysmiths er hún enn ein af örfáum sem hefur tekist að varpa daufu ljósi á morðin í Kaliforníu.Grunur fellur á kynferðisbrotamannSá sem var hvað sterklegast grunaður um að vera Zodiac-morðinginn var Arthur Leigh Allen, dæmdur kynferðisafbrotamaður. Svo sterkur var grunur lögreglunnar í San Francisco að hún fékk þrívegis leitarheimild; í september árið 1974, í febrúar árið 1991 og ágúst ári seinna en þá var Allen nýlátinn. Vinur hans lét grunsemdir sínar í ljós við lögregluyfirvöld en þegar Allen var færður til yfirheyrslu og spurður út í blóðuga hnífa sem fundust í skottinu á bílnum hans, sama dag og eitt morðið var framið, sagðist hann hafa verið að drepa kjúklinga.Hann lýsti alla tíð yfir sakleysi sínu og DNA-rannsóknir gátu ekki tengt hann við málið, auk þess sem rithönd hans reyndist mjög ólík rithönd Zodiacs. Engu að síður hafa yfirvöld í Kaliforníu aldrei útilokað að Allen tengdist málinu á einn eða annan hátt. Þá var auðjöfurinn Paul Stines einnig grunaður um tíma en frá því var horfið.Harry fæst við ZodiacÞó að Zodiac-mynd Finchers sé sú fyrsta sem byggir á bók Graysmiths hefur Hollywood áður reynt að varpa einhverju ljósi á þennan morðingja. Frægasti andstæðingur Zodiacs er eflaust Harry Callahan, betur þekktur sem Dirty Harry, sem eltist við morðingja í San Francisco en sá var lauslega byggður á kenningunum um Zodiac. Hann kallaði sig Scorpio og í einu atriðanna hertekur hann skólarútu fulla af börnum og hótar að sprengja hana í loft upp. Zodiac hafði í einu af bréfum sínum gefið í skyn að hann myndi gera slíkt hið sama.Opinberlega er talið að Zodiac hafi myrt fimm og sært tvo frá desembermánuði ársins 1968 til október árið 1969. Þrátt fyrir það eignaði morðinginn sér dauða 37 í einu af bréfum sínum en það hefur aldrei verið staðfest og þykir frekar ólíklegt.Lögreglan í San Francisco hefur aldrei lokað málinu, það var úrskurðað „óvirkt“ árið 2004 en opnað á nýjan leik í mars á þessu ári.
Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira