Tina Turner söng á Baugsdegi 19. maí 2007 03:30 Tina Turner skemmti starfsfólki Baugs í Mónakó. MYND/GETTY Images „Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur. Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur.
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira