Maggie and Tony Ögmundur Jónasson skrifar 22. maí 2007 06:00 Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun