Að virkja ábyrgð Íslendinga 12. júní 2007 06:00 Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun