Sálrænt ástand þeirra sem meiða og deyða dýr 22. júní 2007 05:00 Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar