Byrjað á öfugum enda í velferðarmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 25. júní 2007 06:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt huggulega sagt um velferðarmál og ekki verður dregið í efa að nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, vill vel í þeim efnum. Tillaga hennar um aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er full af háleitum markmiðum um úrbætur og þarfar aðgerðir á því sviði. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og stjórnarandstaðan vakti rækilega athygli á og leiddi til þess að hún studdi málið með fyrirvara, að allt er í óvissu um afl þeirra hluta sem gera skal, þ.e.a.s. peninganna. Sjálfstæðisflokkurinn sendi fram á völlinn Einar Odd Kristjánsson alþingismann til að minna Samfylkinguna á að tékkheftið er uppi í fjármálaráðuneyti í höndum Sjálfstæðisflokksins. Aðeins reynslan ein fær skorið úr um það, hvernig gengur að uppfylla fyrirheitin. Ábyrgð tillögumanna, og þá ekki síst félagsmálaráðherra, er þar með orðin fólgin í því að með fyrirheitum stjórnarsáttmálans og nefndrar tillögu eru vaktar miklar vonir og væntingar rísa hátt sem erfitt getur reynst að standa við. Sérkennileg ráðstöfunHitt er öllu lakara að eina málið sem ríkisstjórnin kaus að afgreiða á velferðarmálasviðinu og strax kemur til framkvæmda var frumvarpið um að hætta að líta til atvinnutekna fólks sem komið er yfir sjötugt og nýtur greiðslna úr almannatryggingum. Það undarlega er, að þarna var á ferðinni hrátt kosningaloforð aðeins annars stjórnarflokksins, landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og ekkert annað. Vissulega eru ýmis gild rök fyrir því að auðvelda að starfskraftar, reynsla og hæfileikar þess hluta aldraðra sem áfram getur og vill vera á vinnumarkaði þó komið sé yfir sjötugt nýtist, þeim og samfélaginu til góðs. En leiðin sem valin er orkar mjög tvímælis, sérstaklega úr því að ekkert er horft til þess að auðvelda þeim sem eru á bilinu 67-70 ára að vinna áfram og enn frekar þegar litið er til þess að ekkert var gert fyrir öryrkja. Þetta útskýrir ríkisstjórnin þannig að um sé að ræða fyrsta skref og hitt komi síðar. Enn sitja öryrkjar á hakanumÞar með er þá orðið ljóst, að forgangsröð ríkisstjórnarinnar er þessi. Forgangsverkefnið á sviði velferðarmála var að hrinda í framkvæmd þessu eina kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins sem snéri að öldruðum. Með fullri virðingu fyrir þeim hópi sem kominn er á þennan aldur og hefur áfram til að bera starfsorku og vilja auk þess að vera í aðstöðu til að stunda vinnu, þá verður með engu móti sagt, að þar sé á ferð hópurinn sem stendur höllustum fæti. Þvert á móti. Þetta er sá hluti aldraðra sem í raun er að breyttu breytanda best settur, þ.e.a.s. fólk sem enn nýtur góðrar heilsu og er í aðstöðu til að vinna. Reyndar viðurkenndi einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði, Ásta Möller þingmaður, þetta í umræðum á Alþingi á síðasta starfsdegi þess, að vissulega væru aðrir hópar lakar settir. Það yrði samt að bíða a.m.k. til haustsins að taka á þeirra málum. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Áfram liggja öryrkjar, aldraðir á milli 67 ára og sjötugs, og þó sérstaklega þeir sem sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum eiga þess alls ekki kost að bæta stöðu sína með vinnutekjum, óbættir hjá garði. Sú leið sem stjórnarandstaðan lagði til hefur augljósa kosti fram yfir aðferð ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. að hækka frítekjumark fyrir alla upp í 80.000 kr. launatekjur á mánuðir áður en til skerðinga kemur. Svipuð hækkun frítekjumarks var veigamikill þáttur í velferðarmálapakka fyrri stjórnarandstöðu með Samfylkinguna innanborðs sl. haust, auk aðgerða sem komu hinum lakast settu sérstaklega til góða. Nú eru aðrir tímar og kátastur allra með stjórnarstefnuna er yfirtalsmaður ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum, Pétur Blöndal. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt huggulega sagt um velferðarmál og ekki verður dregið í efa að nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, vill vel í þeim efnum. Tillaga hennar um aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er full af háleitum markmiðum um úrbætur og þarfar aðgerðir á því sviði. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og stjórnarandstaðan vakti rækilega athygli á og leiddi til þess að hún studdi málið með fyrirvara, að allt er í óvissu um afl þeirra hluta sem gera skal, þ.e.a.s. peninganna. Sjálfstæðisflokkurinn sendi fram á völlinn Einar Odd Kristjánsson alþingismann til að minna Samfylkinguna á að tékkheftið er uppi í fjármálaráðuneyti í höndum Sjálfstæðisflokksins. Aðeins reynslan ein fær skorið úr um það, hvernig gengur að uppfylla fyrirheitin. Ábyrgð tillögumanna, og þá ekki síst félagsmálaráðherra, er þar með orðin fólgin í því að með fyrirheitum stjórnarsáttmálans og nefndrar tillögu eru vaktar miklar vonir og væntingar rísa hátt sem erfitt getur reynst að standa við. Sérkennileg ráðstöfunHitt er öllu lakara að eina málið sem ríkisstjórnin kaus að afgreiða á velferðarmálasviðinu og strax kemur til framkvæmda var frumvarpið um að hætta að líta til atvinnutekna fólks sem komið er yfir sjötugt og nýtur greiðslna úr almannatryggingum. Það undarlega er, að þarna var á ferðinni hrátt kosningaloforð aðeins annars stjórnarflokksins, landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og ekkert annað. Vissulega eru ýmis gild rök fyrir því að auðvelda að starfskraftar, reynsla og hæfileikar þess hluta aldraðra sem áfram getur og vill vera á vinnumarkaði þó komið sé yfir sjötugt nýtist, þeim og samfélaginu til góðs. En leiðin sem valin er orkar mjög tvímælis, sérstaklega úr því að ekkert er horft til þess að auðvelda þeim sem eru á bilinu 67-70 ára að vinna áfram og enn frekar þegar litið er til þess að ekkert var gert fyrir öryrkja. Þetta útskýrir ríkisstjórnin þannig að um sé að ræða fyrsta skref og hitt komi síðar. Enn sitja öryrkjar á hakanumÞar með er þá orðið ljóst, að forgangsröð ríkisstjórnarinnar er þessi. Forgangsverkefnið á sviði velferðarmála var að hrinda í framkvæmd þessu eina kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins sem snéri að öldruðum. Með fullri virðingu fyrir þeim hópi sem kominn er á þennan aldur og hefur áfram til að bera starfsorku og vilja auk þess að vera í aðstöðu til að stunda vinnu, þá verður með engu móti sagt, að þar sé á ferð hópurinn sem stendur höllustum fæti. Þvert á móti. Þetta er sá hluti aldraðra sem í raun er að breyttu breytanda best settur, þ.e.a.s. fólk sem enn nýtur góðrar heilsu og er í aðstöðu til að vinna. Reyndar viðurkenndi einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði, Ásta Möller þingmaður, þetta í umræðum á Alþingi á síðasta starfsdegi þess, að vissulega væru aðrir hópar lakar settir. Það yrði samt að bíða a.m.k. til haustsins að taka á þeirra málum. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Áfram liggja öryrkjar, aldraðir á milli 67 ára og sjötugs, og þó sérstaklega þeir sem sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum eiga þess alls ekki kost að bæta stöðu sína með vinnutekjum, óbættir hjá garði. Sú leið sem stjórnarandstaðan lagði til hefur augljósa kosti fram yfir aðferð ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. að hækka frítekjumark fyrir alla upp í 80.000 kr. launatekjur á mánuðir áður en til skerðinga kemur. Svipuð hækkun frítekjumarks var veigamikill þáttur í velferðarmálapakka fyrri stjórnarandstöðu með Samfylkinguna innanborðs sl. haust, auk aðgerða sem komu hinum lakast settu sérstaklega til góða. Nú eru aðrir tímar og kátastur allra með stjórnarstefnuna er yfirtalsmaður ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum, Pétur Blöndal. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun