Umræðan mótist af heildarsýn 25. júní 2007 06:15 Hröðum þjóðfélagsbreytingum fylgir að endurskoða þarf ýmsa þætti í samfélaginu. Þannig hefur vægi fjármála- og viðskiptalífs aukist verulega í samfélaginu, án þess að samsvarandi vöxtur fylgi í eftirlitsstofnunum sem sinna þeim málaflokki. Það er því eðlilegt að fram fari umræða um það hvernig best verði tryggt að hér þróist öflugt viðskiptalíf sem nýtur trausts og trúverðugleika, jafnt innan lands sem utan. Í því samhengi er eðlilegt og gott að embættismenn stofnana sem sinna slíku eftirliti bendi á hvar skróinn kreppir og taki virkan þátt í umræðunni. Það er hins vegar ekki saman hvernig slíkt er gert. Nýr yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar kvaddi sér á dögunum hljóðs og benti á ýmislegt sem betur má fara í kerfinu. Margt af því sem fram kom í máli hans verðskuldar nánari skoðun og ýmsu í mali hans ber að fagna. Til að mynda er gleðilegt að sjá að í málflutningi embættisins sé lögð áhersla á að mál gangi hratt fyrir sig og þar vísað til mannréttinda sakborninga. Það er ánægjulegt að sjá þann skilning, en ein helsta freisting yfirvalds er að hlutgera viðsfangsefni sín eða fella fyrirfram dóma. Þannig er veruleg hætta að rannsóknarvald fari að líta á viðfangsefni sín sem sekar manneskjur, meðan grundvallarregla vestræns réttarríkis er einmitt að hver maður er saklaus uns sektin er sönnuð. Í því ljósi eru nokkrar yfirlýsingar yfirmanns efnahagsbrotadeildar í mótsögn við þetta sjálfsagða og viðtekna viðhorf réttarríksins. Þar á meðal yfirlýsingar um að hvítflibbar geti keypt sig frá tilhlýðilegri refsingu. Þegar embættismenn setja fram slíkar fullyrðingar er mikivægt að þær séu studdar viðeigandi dæmum eða rökum ef mark á að taka á þeim. Það er verulegt virðingarleysi við þá sem sýknaðir hafa verið í efnahagsbrotamálum að viðhorf embættisins sé að þeir séu sekir en hafi sloppið. Svo ekki sé minnst á þann áfellisdóm sem í slíkum orðum liggur um getu dómstóla til að greina kjarnann frá hisminu. Það er afar mikilvægt að breytingar sem gerðar eru á umhverfi sem þessu séu vel hugsaðar og mótaðar af heildarsýn og djúpum skilningi á grundvallarverðmætum í samfélaginu. Illa rökstudd upphrópunarumræða er ekki til framdráttar samfélaginu og ekki samboðin stjórnmálamönnum eða embættismönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Tilgangur laga og eftirlits í viðskiptalífinu er að tryggja gott og heilbrigt umhverfi. Markmið slíks eftirlits er að traust ríki á markaðnum og leikreglur séu virtar. Þannig hefur bæði Fjármálaeftirliti og Kauphöllinni tekist með ágætum að bæta umgengni á markaði án þess að hafa þurft að beita hörðustu viðurlögum. Þegar allt kemur til alls eru hagsmunir fólks og fyrirtækja hinir sömu í þessu efni og eftirlitið er þjónustuhlutverk við slík markmið. Það er ekki skynsamlegt að hlaupa til og færa verkefni frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu til efnahagsbrotadeildar. Þessar stofnanir þarf að efla. Það gildir einnig um efnahagsbrotadeildina sem mikilvægt er að búi bæði yfir mannafla, þekkingu og dómgreind til að takast á við flókin mál. Nýr viðskiptaráðherra hefur einmitt sýnt því skilning að efla þær eftirlitsstofnanir sem unidr hans ráðuneyti heyra og um leið er ánægjulegt að sjá að í nokkuðu gassalegri umræðu um stöðu mála, lét hann ekki etja sér á forað popúlískrar umræðu um hvítflibbaglæpi og stöðu þeirra. Slík mál þarf að skoða af yfirvegaðri alvöru og utan tilfinningahita tengdum einstökum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Hröðum þjóðfélagsbreytingum fylgir að endurskoða þarf ýmsa þætti í samfélaginu. Þannig hefur vægi fjármála- og viðskiptalífs aukist verulega í samfélaginu, án þess að samsvarandi vöxtur fylgi í eftirlitsstofnunum sem sinna þeim málaflokki. Það er því eðlilegt að fram fari umræða um það hvernig best verði tryggt að hér þróist öflugt viðskiptalíf sem nýtur trausts og trúverðugleika, jafnt innan lands sem utan. Í því samhengi er eðlilegt og gott að embættismenn stofnana sem sinna slíku eftirliti bendi á hvar skróinn kreppir og taki virkan þátt í umræðunni. Það er hins vegar ekki saman hvernig slíkt er gert. Nýr yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar kvaddi sér á dögunum hljóðs og benti á ýmislegt sem betur má fara í kerfinu. Margt af því sem fram kom í máli hans verðskuldar nánari skoðun og ýmsu í mali hans ber að fagna. Til að mynda er gleðilegt að sjá að í málflutningi embættisins sé lögð áhersla á að mál gangi hratt fyrir sig og þar vísað til mannréttinda sakborninga. Það er ánægjulegt að sjá þann skilning, en ein helsta freisting yfirvalds er að hlutgera viðsfangsefni sín eða fella fyrirfram dóma. Þannig er veruleg hætta að rannsóknarvald fari að líta á viðfangsefni sín sem sekar manneskjur, meðan grundvallarregla vestræns réttarríkis er einmitt að hver maður er saklaus uns sektin er sönnuð. Í því ljósi eru nokkrar yfirlýsingar yfirmanns efnahagsbrotadeildar í mótsögn við þetta sjálfsagða og viðtekna viðhorf réttarríksins. Þar á meðal yfirlýsingar um að hvítflibbar geti keypt sig frá tilhlýðilegri refsingu. Þegar embættismenn setja fram slíkar fullyrðingar er mikivægt að þær séu studdar viðeigandi dæmum eða rökum ef mark á að taka á þeim. Það er verulegt virðingarleysi við þá sem sýknaðir hafa verið í efnahagsbrotamálum að viðhorf embættisins sé að þeir séu sekir en hafi sloppið. Svo ekki sé minnst á þann áfellisdóm sem í slíkum orðum liggur um getu dómstóla til að greina kjarnann frá hisminu. Það er afar mikilvægt að breytingar sem gerðar eru á umhverfi sem þessu séu vel hugsaðar og mótaðar af heildarsýn og djúpum skilningi á grundvallarverðmætum í samfélaginu. Illa rökstudd upphrópunarumræða er ekki til framdráttar samfélaginu og ekki samboðin stjórnmálamönnum eða embættismönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Tilgangur laga og eftirlits í viðskiptalífinu er að tryggja gott og heilbrigt umhverfi. Markmið slíks eftirlits er að traust ríki á markaðnum og leikreglur séu virtar. Þannig hefur bæði Fjármálaeftirliti og Kauphöllinni tekist með ágætum að bæta umgengni á markaði án þess að hafa þurft að beita hörðustu viðurlögum. Þegar allt kemur til alls eru hagsmunir fólks og fyrirtækja hinir sömu í þessu efni og eftirlitið er þjónustuhlutverk við slík markmið. Það er ekki skynsamlegt að hlaupa til og færa verkefni frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu til efnahagsbrotadeildar. Þessar stofnanir þarf að efla. Það gildir einnig um efnahagsbrotadeildina sem mikilvægt er að búi bæði yfir mannafla, þekkingu og dómgreind til að takast á við flókin mál. Nýr viðskiptaráðherra hefur einmitt sýnt því skilning að efla þær eftirlitsstofnanir sem unidr hans ráðuneyti heyra og um leið er ánægjulegt að sjá að í nokkuðu gassalegri umræðu um stöðu mála, lét hann ekki etja sér á forað popúlískrar umræðu um hvítflibbaglæpi og stöðu þeirra. Slík mál þarf að skoða af yfirvegaðri alvöru og utan tilfinningahita tengdum einstökum málum.