Hótelbransinn blómstrar 1. ágúst 2007 07:00 Ár eftir ár hefur ferðamönnum fjölgað meira en vonir stóðu til um. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs fjölgaði þeim sem fóru um Leifsstöð um sautján prósent. Til að halda í við þessa þróun hefur verið þörf fyrir eins og eitt Nordica hótel í viðbót á landinu á ári hverju. Það eru um tvö til þrjú hundruð herbergi á ári. Þörfinni hefur verið svarað að miklu leyti. Hótel hafa sprottið upp eins og gorkúlur víða um land, auk þess að mörg þeirra hafa aukið við herbergjaframboð sitt. Mest hefur uppbyggingin verið á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur nýtingin verið best og verð hækkað mest. Nýtingin hefur batnað mismikið eftir landshlutum en alls staðar hefur leiðin legið upp á við. Maí, apríl, september og október eru þeir mánuðir sem vaxið hafa hvað mest. Það eru góðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna, þar sem nýting gistirýma hér á landi hefur verið talsvert lægri en í nágrannalöndum okkar. Nýtingarhlutfallið á höfuðborgarsvæðinu er nú um 55 prósent og á landsbyggðinni um 28,7 prósent. Til samanburðar er hún um 66,2 prósent í Osló og 61,7 prósent í Kaupmannahöfn samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Breiddin í framboði gistirýma hefur einnig aukist verulega. Það kemur til af þeirri þörf að flóra ferðamanna sem hingað sækja er orðin töluvert fjölbreyttari en hún var fyrir fáum árum. Þeim sem kjósa að ferðast á sem ódýrastan máta hefur fjölgað með auknum ferðum lággjaldaflugfélaga til Íslands. Slegið er met í fjölda þeirra sem koma hingað með Norrænu um hverja einustu helgi. Þá má ekki gleyma viðskipta- og ráðstefnugestum, sem fjölgað hefur hratt í takt við aukna þátttöku Íslendinga í alþjóðlegum viðskiptum.Langmest umsvif í ReykjavíkUmsvif undanfarinna mánaða á reykvískum hótelmarkaði og þau sem fyrirhuguð eru á næstu eru til marks um uppgang ferðaþjónustunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar er gert ráð fyrir sautján prósenta fjölgun hótelherbergja í Reykjavík á árinu. Það eru 376 herbergi. Áætlaður heildarfjöldi hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu er því 2.578.Á þessu ári kom Hótel Þingholt fram á sjónarsviðið með 54 herbergi. Stóra breytingin á árinu var að turninn við Grand hótel var tekinn í notkun. Við það bættust við tvö hundruð ný herbergi. Hótel Cabin og Hótel Borg bættu jafnframt við herbergjafjölda sinn. Á næstu dögum verður Hótel Arnarhvoll svo opnað í Ingólfsstræti með 104 nýjum herbergjum.Enn virðist vera pláss á reykvíska markaðnum. Af stórum verkefnum sem fram undan eru má nefna nýtt fjögurra stjörnu 133 herbergja hótel Icelandair Hotels-keðjunnar sem áætlað er að opna í Lækjargötu árið 2009.Uppbygging á landsbyggðinni hefur líka verið mikil. Í lok síðasta árs var til að mynda lífstílshótelið Hótel Laki opnað í Efri-Vík, um fimm kílómetra sunnan Kirkjubæjarklausturs. Fyrir örfáum árum var ekkert fjögurra stjörnu hótel á landsbyggðinni, að undanskildu Hótel KEA sem alltaf hefur tilheyrt þeim gæðaflokki. Í dag eru þau þó nokkur, meðal annars Hótel Rangá og Hótel Reynihlíð.Blað brotið árið 2010Vorið 2010 verður blað brotið í íslenskri hótelsögu, gangi fyrirætlanir Portus-hópsins sem byggir við Reykjavíkurhöfn eftir. Fyrirætlað er að reisa, við hlið Tónlistar- og ráðstefnuhúss, fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi í samstarfi við bandarísku hótelkeðjuna Starwood Hotels. Hótelið verður af taginu W-hotel. Keðjan rekur fjölda slíkra hótela víðs vegar um heim en þau eru sérsniðin fyrir viðskiptaráðstefnur. Í hótelinu munu verða 350 til 400 herbergi, þar af nokkuð stór hluti hótelíbúðir. Gera má ráð fyrir að þjónusta og vöruframboð hótelsins verði fyrsta flokks, eins og sæmir stöðlum fimm stjörnu hótela. Ef þróun undanfarinna ára heldur áfram, eins og flest bendir til, má gera ráð fyrir að Portus-hópurinn sitji ekki lengi einn að fimm stjörnu hótelmarkaðnum. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Ár eftir ár hefur ferðamönnum fjölgað meira en vonir stóðu til um. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs fjölgaði þeim sem fóru um Leifsstöð um sautján prósent. Til að halda í við þessa þróun hefur verið þörf fyrir eins og eitt Nordica hótel í viðbót á landinu á ári hverju. Það eru um tvö til þrjú hundruð herbergi á ári. Þörfinni hefur verið svarað að miklu leyti. Hótel hafa sprottið upp eins og gorkúlur víða um land, auk þess að mörg þeirra hafa aukið við herbergjaframboð sitt. Mest hefur uppbyggingin verið á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur nýtingin verið best og verð hækkað mest. Nýtingin hefur batnað mismikið eftir landshlutum en alls staðar hefur leiðin legið upp á við. Maí, apríl, september og október eru þeir mánuðir sem vaxið hafa hvað mest. Það eru góðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna, þar sem nýting gistirýma hér á landi hefur verið talsvert lægri en í nágrannalöndum okkar. Nýtingarhlutfallið á höfuðborgarsvæðinu er nú um 55 prósent og á landsbyggðinni um 28,7 prósent. Til samanburðar er hún um 66,2 prósent í Osló og 61,7 prósent í Kaupmannahöfn samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Breiddin í framboði gistirýma hefur einnig aukist verulega. Það kemur til af þeirri þörf að flóra ferðamanna sem hingað sækja er orðin töluvert fjölbreyttari en hún var fyrir fáum árum. Þeim sem kjósa að ferðast á sem ódýrastan máta hefur fjölgað með auknum ferðum lággjaldaflugfélaga til Íslands. Slegið er met í fjölda þeirra sem koma hingað með Norrænu um hverja einustu helgi. Þá má ekki gleyma viðskipta- og ráðstefnugestum, sem fjölgað hefur hratt í takt við aukna þátttöku Íslendinga í alþjóðlegum viðskiptum.Langmest umsvif í ReykjavíkUmsvif undanfarinna mánaða á reykvískum hótelmarkaði og þau sem fyrirhuguð eru á næstu eru til marks um uppgang ferðaþjónustunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar er gert ráð fyrir sautján prósenta fjölgun hótelherbergja í Reykjavík á árinu. Það eru 376 herbergi. Áætlaður heildarfjöldi hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu er því 2.578.Á þessu ári kom Hótel Þingholt fram á sjónarsviðið með 54 herbergi. Stóra breytingin á árinu var að turninn við Grand hótel var tekinn í notkun. Við það bættust við tvö hundruð ný herbergi. Hótel Cabin og Hótel Borg bættu jafnframt við herbergjafjölda sinn. Á næstu dögum verður Hótel Arnarhvoll svo opnað í Ingólfsstræti með 104 nýjum herbergjum.Enn virðist vera pláss á reykvíska markaðnum. Af stórum verkefnum sem fram undan eru má nefna nýtt fjögurra stjörnu 133 herbergja hótel Icelandair Hotels-keðjunnar sem áætlað er að opna í Lækjargötu árið 2009.Uppbygging á landsbyggðinni hefur líka verið mikil. Í lok síðasta árs var til að mynda lífstílshótelið Hótel Laki opnað í Efri-Vík, um fimm kílómetra sunnan Kirkjubæjarklausturs. Fyrir örfáum árum var ekkert fjögurra stjörnu hótel á landsbyggðinni, að undanskildu Hótel KEA sem alltaf hefur tilheyrt þeim gæðaflokki. Í dag eru þau þó nokkur, meðal annars Hótel Rangá og Hótel Reynihlíð.Blað brotið árið 2010Vorið 2010 verður blað brotið í íslenskri hótelsögu, gangi fyrirætlanir Portus-hópsins sem byggir við Reykjavíkurhöfn eftir. Fyrirætlað er að reisa, við hlið Tónlistar- og ráðstefnuhúss, fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi í samstarfi við bandarísku hótelkeðjuna Starwood Hotels. Hótelið verður af taginu W-hotel. Keðjan rekur fjölda slíkra hótela víðs vegar um heim en þau eru sérsniðin fyrir viðskiptaráðstefnur. Í hótelinu munu verða 350 til 400 herbergi, þar af nokkuð stór hluti hótelíbúðir. Gera má ráð fyrir að þjónusta og vöruframboð hótelsins verði fyrsta flokks, eins og sæmir stöðlum fimm stjörnu hótela. Ef þróun undanfarinna ára heldur áfram, eins og flest bendir til, má gera ráð fyrir að Portus-hópurinn sitji ekki lengi einn að fimm stjörnu hótelmarkaðnum.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira