Leikstjóri Star Trek til Íslands 10. ágúst 2007 02:15 Er væntanlegur til landsins á næstunni og ætlar að skoða aðstæður fyrir tökur á næstu Star Trek-mynd. Með honum á myndinni er leikarinn Tom Cruise. Miklar líkur eru á því að næsta Star Trek-mynd verði tekin hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins berjast Saga Film og Pegasus enn um að fá umsjón með tökunum hér á landi. Fyrirtækin hafa nú fengið send drög að kostnaðaráætlun og hefur verið gefinn frestur til koma með athugasemdir við hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að báðir aðilar séu mjög bjartsýnir á að samningar takist og að meiri líkur en minni séu á að myndin verði að hluta til tekin upp hér á landi. Hins vegar geti brugðið til beggja vona í þessum bransa og því halda fyrirtækin að sér höndum þar til samningar hafa verið undirritaðir. Ef af yrði væri þetta mikill happafengur fyrir íslenska kvikmyndagerð því ef marka má fréttir á vefmiðlum þar vestra verður þessi mynd ein sú allra stærsta og dýrasta í sögu Star Trek-bálksins. Hvorki Snorri Þórisson hjá Pegasus né Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film vildu þó tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en gríðarleg leynd hvílir yfir verkefninu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru fulltrúar Paramount-fyrirtækisins staddir hér á landi fyrr á þessu ári til að skoða aðstæður og leist þeim vel á það sem fyrir augu bar. Upphaflega stóð til að Saga Film myndi koma eitt að þessu en svo bættist Pegasus í hópinn og berjast framleiðslufyrirtækin nú bæði um stóra vinninginn. Heimildir Fréttablaðsins herma að áætlað sé að tökur hefjist næsta vor enda komi snjór lítið við sögu úti í geimnum. Og því gæti enn liðið nokkur tími þar til að endanleg ákvörðun verður tekin. Hins vegar er von á leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams, hingað til lands á næstunni, en hann hefur verið kallaður næsti gullkálfur Hollywood enda höfundur sjónvarpsþáttanna Lost auk þess sem hann leikstýrði síðustu Mission: Impossible-mynd Toms Cruise. Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Miklar líkur eru á því að næsta Star Trek-mynd verði tekin hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins berjast Saga Film og Pegasus enn um að fá umsjón með tökunum hér á landi. Fyrirtækin hafa nú fengið send drög að kostnaðaráætlun og hefur verið gefinn frestur til koma með athugasemdir við hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að báðir aðilar séu mjög bjartsýnir á að samningar takist og að meiri líkur en minni séu á að myndin verði að hluta til tekin upp hér á landi. Hins vegar geti brugðið til beggja vona í þessum bransa og því halda fyrirtækin að sér höndum þar til samningar hafa verið undirritaðir. Ef af yrði væri þetta mikill happafengur fyrir íslenska kvikmyndagerð því ef marka má fréttir á vefmiðlum þar vestra verður þessi mynd ein sú allra stærsta og dýrasta í sögu Star Trek-bálksins. Hvorki Snorri Þórisson hjá Pegasus né Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film vildu þó tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en gríðarleg leynd hvílir yfir verkefninu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru fulltrúar Paramount-fyrirtækisins staddir hér á landi fyrr á þessu ári til að skoða aðstæður og leist þeim vel á það sem fyrir augu bar. Upphaflega stóð til að Saga Film myndi koma eitt að þessu en svo bættist Pegasus í hópinn og berjast framleiðslufyrirtækin nú bæði um stóra vinninginn. Heimildir Fréttablaðsins herma að áætlað sé að tökur hefjist næsta vor enda komi snjór lítið við sögu úti í geimnum. Og því gæti enn liðið nokkur tími þar til að endanleg ákvörðun verður tekin. Hins vegar er von á leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams, hingað til lands á næstunni, en hann hefur verið kallaður næsti gullkálfur Hollywood enda höfundur sjónvarpsþáttanna Lost auk þess sem hann leikstýrði síðustu Mission: Impossible-mynd Toms Cruise.
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið