Breytir Amman í Bagdad 2. september 2007 12:00 Karl hefur verið í fimm mánuði við störf í Jórdaníu og segir þetta hafa breytt viðhorfi sínu til þessa heimshluta Pjetur „Ég er nú bara uppá hótelherbergi hérna í Petra, sem er svona eiginlega Kópavogur Amman, rétt fyrir utan," segir Karl Júlíusson sem hefur nú í fimm mánuði unnið að gerð leikmyndar fyrir kvikmyndina The Hurt Locker í Jórdaníu. Leikstjóri myndarinnar er Katherine Bigelow en með aðalhlutverkið fer Jeremy Renner. Karl og Renner ættu því að vera farnir að þekkjast ágætlega því bandaríski leikarinn lék einnig í kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, sem Karl gerði leikmyndina við. „Við erum einmitt í smá pásu núna því hann snéri sig eitthvað illilega en við reiknum með að byrja aftur von bráðar," segir Karl en áætlað er að tökum ljúki 26.september. Meðal annara leikara í myndinni má nefna stórleikarann Ralph Fiennes og áströlsku stjörnuna Guy Pierce en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd síðsumars á næsta ári eða næsta haust. „Tökuliðið heldur síðan til Bandaríkjanna að þeim loknum og þar fara fram einhverjar tökur en ég kem bara heim." Kvikmyndin The Hurt Locker segir frá sprengjusveit sem er gert að aftengja sprengjur frá Al-Kaída í Íraksstríðinu. Myndin gerist að öllu leyti í Bagdad en eðilega var ekki hægt að fara með kvikmyndatökulið þangað sökum ástandsins þar. Hlutverk Karls var því að breyta Amman í Bagdad. „Ég hef verið að byggja rústir og einnig verið í nánu samstarfi við bandarískt sprengjulið sem sérhæfir sig í þessum verkefnum," segir Karl. The Hurt Locker segir frá sprengjusveitahóp sem fær það hlutverk að aftengja sprengjur frá Al-Kaída.Getty Miðausturlönd hafa verið töluvert mikið í fréttum og oftar en ekki eru þær tengdar við heittrúaða múslima sem brenna bandaríska fána á götum úti. Karl segist vissulega hafa komið til Jórdaníu með fyrirfram ákveðnar skoðanir en fljótlega gert sér grein fyrir því að þær væru matreiddar að hætti CNN og annarra alþjóðlegra stöðva. „Nú horfi ég bara Al-Jazeera, bestu sjónvarpsstöð í heimi," segir Karl og hlær en þar liggur augljóslega eitthvað meira að baki. „Að fá að vera hérna í allan þennan tíma hefur í einu orði sagt verið ótrúlega uppfræðandi og menntandi. Ég kann ótrúlega vel mig hérna og að fá kynnast þessum heimshluta með eigin augum eru eiginlega forréttindi. Þetta er eitthvað það gestrisnasta og yndislegasta fólk sem ég hef kynnst," segir Karl og heldur áfram. „Okkur hefur verið tekið með kostum og kynjum, verið boðið í mat og kaffi og þetta er bara eins og sitja í teboði uppí Mávahlíð, einfaldlega fólk með sömu vandamál og við," útskýrir Karl. „Þessi dvöl hefur breytt mínu viðhorfi og að fá að kynnast fólkinu hérna undir þessum formerkjum er algjörlega einstakt." Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég er nú bara uppá hótelherbergi hérna í Petra, sem er svona eiginlega Kópavogur Amman, rétt fyrir utan," segir Karl Júlíusson sem hefur nú í fimm mánuði unnið að gerð leikmyndar fyrir kvikmyndina The Hurt Locker í Jórdaníu. Leikstjóri myndarinnar er Katherine Bigelow en með aðalhlutverkið fer Jeremy Renner. Karl og Renner ættu því að vera farnir að þekkjast ágætlega því bandaríski leikarinn lék einnig í kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, sem Karl gerði leikmyndina við. „Við erum einmitt í smá pásu núna því hann snéri sig eitthvað illilega en við reiknum með að byrja aftur von bráðar," segir Karl en áætlað er að tökum ljúki 26.september. Meðal annara leikara í myndinni má nefna stórleikarann Ralph Fiennes og áströlsku stjörnuna Guy Pierce en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd síðsumars á næsta ári eða næsta haust. „Tökuliðið heldur síðan til Bandaríkjanna að þeim loknum og þar fara fram einhverjar tökur en ég kem bara heim." Kvikmyndin The Hurt Locker segir frá sprengjusveit sem er gert að aftengja sprengjur frá Al-Kaída í Íraksstríðinu. Myndin gerist að öllu leyti í Bagdad en eðilega var ekki hægt að fara með kvikmyndatökulið þangað sökum ástandsins þar. Hlutverk Karls var því að breyta Amman í Bagdad. „Ég hef verið að byggja rústir og einnig verið í nánu samstarfi við bandarískt sprengjulið sem sérhæfir sig í þessum verkefnum," segir Karl. The Hurt Locker segir frá sprengjusveitahóp sem fær það hlutverk að aftengja sprengjur frá Al-Kaída.Getty Miðausturlönd hafa verið töluvert mikið í fréttum og oftar en ekki eru þær tengdar við heittrúaða múslima sem brenna bandaríska fána á götum úti. Karl segist vissulega hafa komið til Jórdaníu með fyrirfram ákveðnar skoðanir en fljótlega gert sér grein fyrir því að þær væru matreiddar að hætti CNN og annarra alþjóðlegra stöðva. „Nú horfi ég bara Al-Jazeera, bestu sjónvarpsstöð í heimi," segir Karl og hlær en þar liggur augljóslega eitthvað meira að baki. „Að fá að vera hérna í allan þennan tíma hefur í einu orði sagt verið ótrúlega uppfræðandi og menntandi. Ég kann ótrúlega vel mig hérna og að fá kynnast þessum heimshluta með eigin augum eru eiginlega forréttindi. Þetta er eitthvað það gestrisnasta og yndislegasta fólk sem ég hef kynnst," segir Karl og heldur áfram. „Okkur hefur verið tekið með kostum og kynjum, verið boðið í mat og kaffi og þetta er bara eins og sitja í teboði uppí Mávahlíð, einfaldlega fólk með sömu vandamál og við," útskýrir Karl. „Þessi dvöl hefur breytt mínu viðhorfi og að fá að kynnast fólkinu hérna undir þessum formerkjum er algjörlega einstakt."
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira