Stoðir eru stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum 5. september 2007 00:01 Skarphéðinn Berg Steinarsson og Karsten Poulsen Mynd/Kristján Sigurjónsson Yfirtöku Stoða á Keops lýkur formlega á næstu dögum, en Stoðir ráða nú yfir 96,72 prósentum hlutafjár í danska fasteignafélaginu. Þeir hlutir sem eftir standa eru innlausnarskyldir. Samkvæmt tilboði Stoða gátu hlutafjáreigendur valið milli þess að fá 24 danskar krónur fyrir hlut í Keops, eða hlutafé í Stoðum í skiptum. Heildarvirði Keops er um 49,3 milljarðar íslenskra króna. Boðað hefur verið til stjórnarfundar í Keops þar sem formlega verður tekin sú ákvörðun að afskrá félagið úr Dönsku kauphöllinni. Stefnt er að því að skrá hið nýsameinaða félag undir nýju nafni í Kauphöll Íslands innan níu mánaða. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða, segir undirbúning að skráningu þegar hafinn. „Á næstu vikum og mánuðum þurfum við að sameina félögin, tryggja að öll kerfi virki og sjá til þess að félagið starfi sem ein heild. Við höfum boðað alla starfsmenn félagsins hingað til Kaupmannahafnar í lok september og þá á hið sameinaða félag að vera orðið eitt. Við stefnum að því að félagið verði orðið skráningarhæft eftir mánuð." Fram kom á fundi með fréttamönnum í höfuðstöðvum Keops í útjaðri Kaupmannahafnar að fasteignaþróunarhluti Keops yrði seldur út úr samstæðunni, til stórra hluthafa í Keops. Skarphéðinn segir ástæðuna þá að fasteignarþróunarhlutinn falli ekki sérstaklega vel að kjarnastarfsemi félagsins, og bendir á að hér heima hafi gefist vel að reka Stoðir annars vegar og fasteignarþróunarfélagið Þyrpingu hins vegar. Undanfarnar vikur hafa verið róstusamar á markaði svo ekki sé meira sagt. Skarphéðinn telur þó markaðsaðstæður heppilegar til nýskráningar félagsins. „Menn hafa talsvert spurt um það heima á Íslandi hvort Stoðir verði ekki á endanum skráð á markað. Við höfum enga ástæðu til að ætla að sá áhugi hafi minnkað þrátt fyrir tímabundinn óróa á markaði. Þvert á móti ætti félagið að verða enn áhugaverðara eftir þessa sameiningu við Keops." Ástandið sem skapaðist vegna svokallaðra annars flokks bandarískra húsnæðislána hefur ekki haft teljandi áhrif á starfsemi Stoða að sögn Skarphéðins, enda fjármögnun félagsins trygg til lengri tíma.Kauphöll Íslands besti kosturinnTietgens hus í miðborg Kaupmannahafnar Húsið, sem stendur við hlið Kristjánsborgarhallar, er í eigu Stoða og þykir eitt af kennileitum Kaupmannahafnar. Gudme Raaschou Bank hefur leigt húsið undir höfuðstöðvar sínar.Mynd/Kristján SigurjónssonStoðir verða fyrsta fasteignafélagið í Kauphöll Íslands. Skarphéðinn segir félagið vissulega einstakt hvað það varðar en bendir þó á að Stoðir sé fjármagnsfrekt félag, og eigi raunar ýmislegt sameiginlegt með íslensku fjármálafyrirtækjunum sem íslenskir fjárfestar hafa verið móttækilegir fyrir undanfarin ár. „Nú þegar eru um fjögur hundruð hluthafar í félaginu. Stoðir hafa verið með skráða skuldabréfaflokka og við erum því vön að gera upp og tilkynna til Kauphallarinnar. Þá hefur Keops náttúrlega verið skráð á markað í fjölda ára. Ég held það megi alveg segja að við höfum nú þegar burði til að uppfylla flestar þær kröfur sem gerðar eru til félaga á markaði."Ákveðið hefur verið að skrá Stoðir í Kauphöll Íslands, en ekki samhliða í aðrar norrænar kauphallir. Skarphéðinn segir að vel hafi komið til greina að skrá félagið í aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið sú að heppilegast væri að skrá félagið í Kauphöll Íslands. „Flestir hluthafar í félaginu eru íslenskir. Við teljum að mikil stemmning sé fyrir fyrirtæki á borð við okkar í Kauphöllinni heima. Síðan er það náttúrlega þannig að með OMX-samstarfinu verður félagið eftir sem áður sýnilegt á öðrum mörkuðum."Stoðir starfa nú á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt skipuriti hins nýja félags verður sérstakur forstjóri yfir hverju landi fyrir sig. Heildareignir félagsins eru metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Leiguhúsnæði hins nýsameinaða félags er samtals um 2,8 milljónir fermetra og leigutakar rúmlega 3,800. Hjá félaginu starfa 166 manns. Fasteignir Stoða í Kaupmannahöfn eru margar hverjar miðsvæðis og umluktar sögufrægum byggingum. Nýverið var gerður tíu ára samningur við Danske Bank um leigu á ÖK byggingunni svokölluðu sem stendur við Holmens Kanal í miðborginni. ÖK byggingin er um ellefu þúsund fermetrar og hýsti áður danska sjávarútvegsráðuneytið. Þá verða höfuðstöðvar Gudme Raaschou Bank fluttar í Tietgens Hus sem einnig er í eigu Stoða. Húsið er eitt af kennileitum borgarinnar og stendur við Kristjánsborgarhöll, þinghús Dana.Stoðir er nú stærsta fasteignafélag á Norðurlöndunum sé litið til stærðar efnahagsreiknings. Skarphéðinn segist skilgreina Stoðir sem norður-evrópskt fasteignafélag. Hann telur að frekari tækifæri séu til samþættingar á norrænum fasteignamarkaði, og nefnir Svíþjóð sérstaklega í því sambandi enda sé þar að finna stærstu fasteignafélögin. „Þýskaland er líka á margan hátt áhugaverður markaður, verðið er mjög hagstætt þótt vannýting sé talsvert vandamál. Við höfum ekkert verið að skoða í Bretlandi, en því er hins vegar ekki að neita að þar er mjög þroskaður markaður og því alls ekki hægt að útiloka að við lítum þangað í náinni framtíð."Þrjú hundruð danskir hluthafarUmfjöllun um íslenskt viðskiptalíf hefur löngum verið fremur óvægin í Danmörku. Skarphéðinn segist hafa orðið áþreifanlega var við ákveðna fordóma, og segir ekki alltaf auðvelt að eiga í viðskiptum í Danmörku. Hann segir dönsku bankana ekki hafa sýnt því mikinn áhuga að eiga viðskipti við Íslendinga, auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun hafi oft á tíðum verið fremur undarleg. „Við erum ekki að gera neitt annað en að gera okkur mat úr þeim tækifærum sem Danirnir hafa haft fyrir nefinu á sér í heillangan tíma. Skattpíning liggur eins og mara á þessu þjóðfélagi. Ég held þeir eyði allt of miklum tíma í að velta fyrir sér skattastrúktúrum. Hvergi annars staðar kynnist maður svo blómlegum viðskiptum hjá skattaráðgjöfum og hér í Danmörku." Skarphéðinn tekur þó fram að viðhorf í garð íslenskra fjárfesta sé að skána og að þeir einstaklingar sem hann hafi unnið með hafi nánast án undantekninga reynst góðir samstarfsmenn.Eigendur tæplega 97 prósenta hlutafjár í Keops gengu að yfirtökutilboði Stoða. Stærstu eigendur í félaginu eru Baugur með 39,1 prósent hlutafjár og Fons með 20,6 prósent, þá á fjárfestingafélagið 101 Capital 16,5 prósent í Stoðum. Eigendur sjötíu prósenta hlutafjár völdu hlutafé í Stoðum í skiptum fyrir bréf í Keops. Skarphéðinn segir yfirtökuna hafa gengið framar vonum. Farið hafi verið fram með skýrt yfirtökutilboð, þar sem allir hluthafar félagsins stóðu frammi fyrir sömu kostum. „Þessu var mjög vel tekið hérna í Danmörku, og við heyrðum enga gagnrýni hér á hvernig haldið var á málum. Við sjáum að nú eru fyrir þrjú hundruð danskir hluthafar í Stoðum, sem enn er óskráð íslenskt hlutafélag. Greinilegt er að viðhorf Dana til íslensks viðskiptalífs hefur breyst talsvert síðan öll lætin urðu kringum kaupin á Magasin Du Nord."Skarphéðinn segir mikil tækifæri fólgin í þeirri samlegð sem verði milli félaganna tveggja. Eignasafnið verði mun stærra og fjármögnun einfaldari. „Við förum úr því að vera félag sem að meirihluta er í íslenskum krónum, yfir í að vera að stærstum hluta með starfsemi í öðrum löndum. Krónan er bara rétt tæpur fimmtungur af okkar heildarstarfsemi. Í þessu eru fólgin mikil tækifæri; að vinna með þessi stóru eignasöfn og skoða tækifæri í öðrum löndum."Eiginfjárhlutfall Stoða er nú um tuttugu prósent. Skarphéðinn telur stöðuna góða, og telur ekki endilega þörf á því að sækja mikið eigið fé til viðbótar í hlutafjárútboði.Höfuðstöðvar hins nýsameinaða félags verða í Reykjavík. Ekki liggur fyrir hvert nafn félagsins verður, en Skarphéðinn segir þó augljóst að ð-ið í nafni Stoða sé útlendingum óþjált. „Þetta verður íslenskt félag, með eitt nafn og höfuðstöðvar á Íslandi, þótt ýmsir mikilvægir þættir í rekstrinum verði hér í Danmörku."Mjög vinsamleg yfirtakaKarsten Poulsen, framkvæmdastjóri hins nýsameinaða félags, segir yfirtöku Stoða rökrétt skref í þróun félagsins. „Þessi yfirtaka er eins vinsamleg og hugsast getur. Ég hef starfað með Íslendingunum í Keops undanfarin tvö ár og lít til að mynda á Skarphéðin Berg sem mjög góðan vin.“Hann telur að með yfirtökunni verði hægt á mun skemmri tíma að ná þeim markmiðum sem forsvarsmenn Keops höfðu sett félaginu. „Við fáum nú aðgang að meira fjármagni, og gríðarlega sterku fólki sem veit nákvæmlega hvað þarf til að ná árangri.“Poulsen segist oft á tíðum hafa orðið forviða á neikvæðri umfjöllun um íslenska fjárfesta í Danmörku, enda hafi hann ekkert nema gott um Íslendingana að segja. „Fyrir mér eru þetta bara venjulegir fjárfestar, sem hugsa hratt og hreyfa sig snöggt.“ Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Yfirtöku Stoða á Keops lýkur formlega á næstu dögum, en Stoðir ráða nú yfir 96,72 prósentum hlutafjár í danska fasteignafélaginu. Þeir hlutir sem eftir standa eru innlausnarskyldir. Samkvæmt tilboði Stoða gátu hlutafjáreigendur valið milli þess að fá 24 danskar krónur fyrir hlut í Keops, eða hlutafé í Stoðum í skiptum. Heildarvirði Keops er um 49,3 milljarðar íslenskra króna. Boðað hefur verið til stjórnarfundar í Keops þar sem formlega verður tekin sú ákvörðun að afskrá félagið úr Dönsku kauphöllinni. Stefnt er að því að skrá hið nýsameinaða félag undir nýju nafni í Kauphöll Íslands innan níu mánaða. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða, segir undirbúning að skráningu þegar hafinn. „Á næstu vikum og mánuðum þurfum við að sameina félögin, tryggja að öll kerfi virki og sjá til þess að félagið starfi sem ein heild. Við höfum boðað alla starfsmenn félagsins hingað til Kaupmannahafnar í lok september og þá á hið sameinaða félag að vera orðið eitt. Við stefnum að því að félagið verði orðið skráningarhæft eftir mánuð." Fram kom á fundi með fréttamönnum í höfuðstöðvum Keops í útjaðri Kaupmannahafnar að fasteignaþróunarhluti Keops yrði seldur út úr samstæðunni, til stórra hluthafa í Keops. Skarphéðinn segir ástæðuna þá að fasteignarþróunarhlutinn falli ekki sérstaklega vel að kjarnastarfsemi félagsins, og bendir á að hér heima hafi gefist vel að reka Stoðir annars vegar og fasteignarþróunarfélagið Þyrpingu hins vegar. Undanfarnar vikur hafa verið róstusamar á markaði svo ekki sé meira sagt. Skarphéðinn telur þó markaðsaðstæður heppilegar til nýskráningar félagsins. „Menn hafa talsvert spurt um það heima á Íslandi hvort Stoðir verði ekki á endanum skráð á markað. Við höfum enga ástæðu til að ætla að sá áhugi hafi minnkað þrátt fyrir tímabundinn óróa á markaði. Þvert á móti ætti félagið að verða enn áhugaverðara eftir þessa sameiningu við Keops." Ástandið sem skapaðist vegna svokallaðra annars flokks bandarískra húsnæðislána hefur ekki haft teljandi áhrif á starfsemi Stoða að sögn Skarphéðins, enda fjármögnun félagsins trygg til lengri tíma.Kauphöll Íslands besti kosturinnTietgens hus í miðborg Kaupmannahafnar Húsið, sem stendur við hlið Kristjánsborgarhallar, er í eigu Stoða og þykir eitt af kennileitum Kaupmannahafnar. Gudme Raaschou Bank hefur leigt húsið undir höfuðstöðvar sínar.Mynd/Kristján SigurjónssonStoðir verða fyrsta fasteignafélagið í Kauphöll Íslands. Skarphéðinn segir félagið vissulega einstakt hvað það varðar en bendir þó á að Stoðir sé fjármagnsfrekt félag, og eigi raunar ýmislegt sameiginlegt með íslensku fjármálafyrirtækjunum sem íslenskir fjárfestar hafa verið móttækilegir fyrir undanfarin ár. „Nú þegar eru um fjögur hundruð hluthafar í félaginu. Stoðir hafa verið með skráða skuldabréfaflokka og við erum því vön að gera upp og tilkynna til Kauphallarinnar. Þá hefur Keops náttúrlega verið skráð á markað í fjölda ára. Ég held það megi alveg segja að við höfum nú þegar burði til að uppfylla flestar þær kröfur sem gerðar eru til félaga á markaði."Ákveðið hefur verið að skrá Stoðir í Kauphöll Íslands, en ekki samhliða í aðrar norrænar kauphallir. Skarphéðinn segir að vel hafi komið til greina að skrá félagið í aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið sú að heppilegast væri að skrá félagið í Kauphöll Íslands. „Flestir hluthafar í félaginu eru íslenskir. Við teljum að mikil stemmning sé fyrir fyrirtæki á borð við okkar í Kauphöllinni heima. Síðan er það náttúrlega þannig að með OMX-samstarfinu verður félagið eftir sem áður sýnilegt á öðrum mörkuðum."Stoðir starfa nú á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt skipuriti hins nýja félags verður sérstakur forstjóri yfir hverju landi fyrir sig. Heildareignir félagsins eru metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Leiguhúsnæði hins nýsameinaða félags er samtals um 2,8 milljónir fermetra og leigutakar rúmlega 3,800. Hjá félaginu starfa 166 manns. Fasteignir Stoða í Kaupmannahöfn eru margar hverjar miðsvæðis og umluktar sögufrægum byggingum. Nýverið var gerður tíu ára samningur við Danske Bank um leigu á ÖK byggingunni svokölluðu sem stendur við Holmens Kanal í miðborginni. ÖK byggingin er um ellefu þúsund fermetrar og hýsti áður danska sjávarútvegsráðuneytið. Þá verða höfuðstöðvar Gudme Raaschou Bank fluttar í Tietgens Hus sem einnig er í eigu Stoða. Húsið er eitt af kennileitum borgarinnar og stendur við Kristjánsborgarhöll, þinghús Dana.Stoðir er nú stærsta fasteignafélag á Norðurlöndunum sé litið til stærðar efnahagsreiknings. Skarphéðinn segist skilgreina Stoðir sem norður-evrópskt fasteignafélag. Hann telur að frekari tækifæri séu til samþættingar á norrænum fasteignamarkaði, og nefnir Svíþjóð sérstaklega í því sambandi enda sé þar að finna stærstu fasteignafélögin. „Þýskaland er líka á margan hátt áhugaverður markaður, verðið er mjög hagstætt þótt vannýting sé talsvert vandamál. Við höfum ekkert verið að skoða í Bretlandi, en því er hins vegar ekki að neita að þar er mjög þroskaður markaður og því alls ekki hægt að útiloka að við lítum þangað í náinni framtíð."Þrjú hundruð danskir hluthafarUmfjöllun um íslenskt viðskiptalíf hefur löngum verið fremur óvægin í Danmörku. Skarphéðinn segist hafa orðið áþreifanlega var við ákveðna fordóma, og segir ekki alltaf auðvelt að eiga í viðskiptum í Danmörku. Hann segir dönsku bankana ekki hafa sýnt því mikinn áhuga að eiga viðskipti við Íslendinga, auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun hafi oft á tíðum verið fremur undarleg. „Við erum ekki að gera neitt annað en að gera okkur mat úr þeim tækifærum sem Danirnir hafa haft fyrir nefinu á sér í heillangan tíma. Skattpíning liggur eins og mara á þessu þjóðfélagi. Ég held þeir eyði allt of miklum tíma í að velta fyrir sér skattastrúktúrum. Hvergi annars staðar kynnist maður svo blómlegum viðskiptum hjá skattaráðgjöfum og hér í Danmörku." Skarphéðinn tekur þó fram að viðhorf í garð íslenskra fjárfesta sé að skána og að þeir einstaklingar sem hann hafi unnið með hafi nánast án undantekninga reynst góðir samstarfsmenn.Eigendur tæplega 97 prósenta hlutafjár í Keops gengu að yfirtökutilboði Stoða. Stærstu eigendur í félaginu eru Baugur með 39,1 prósent hlutafjár og Fons með 20,6 prósent, þá á fjárfestingafélagið 101 Capital 16,5 prósent í Stoðum. Eigendur sjötíu prósenta hlutafjár völdu hlutafé í Stoðum í skiptum fyrir bréf í Keops. Skarphéðinn segir yfirtökuna hafa gengið framar vonum. Farið hafi verið fram með skýrt yfirtökutilboð, þar sem allir hluthafar félagsins stóðu frammi fyrir sömu kostum. „Þessu var mjög vel tekið hérna í Danmörku, og við heyrðum enga gagnrýni hér á hvernig haldið var á málum. Við sjáum að nú eru fyrir þrjú hundruð danskir hluthafar í Stoðum, sem enn er óskráð íslenskt hlutafélag. Greinilegt er að viðhorf Dana til íslensks viðskiptalífs hefur breyst talsvert síðan öll lætin urðu kringum kaupin á Magasin Du Nord."Skarphéðinn segir mikil tækifæri fólgin í þeirri samlegð sem verði milli félaganna tveggja. Eignasafnið verði mun stærra og fjármögnun einfaldari. „Við förum úr því að vera félag sem að meirihluta er í íslenskum krónum, yfir í að vera að stærstum hluta með starfsemi í öðrum löndum. Krónan er bara rétt tæpur fimmtungur af okkar heildarstarfsemi. Í þessu eru fólgin mikil tækifæri; að vinna með þessi stóru eignasöfn og skoða tækifæri í öðrum löndum."Eiginfjárhlutfall Stoða er nú um tuttugu prósent. Skarphéðinn telur stöðuna góða, og telur ekki endilega þörf á því að sækja mikið eigið fé til viðbótar í hlutafjárútboði.Höfuðstöðvar hins nýsameinaða félags verða í Reykjavík. Ekki liggur fyrir hvert nafn félagsins verður, en Skarphéðinn segir þó augljóst að ð-ið í nafni Stoða sé útlendingum óþjált. „Þetta verður íslenskt félag, með eitt nafn og höfuðstöðvar á Íslandi, þótt ýmsir mikilvægir þættir í rekstrinum verði hér í Danmörku."Mjög vinsamleg yfirtakaKarsten Poulsen, framkvæmdastjóri hins nýsameinaða félags, segir yfirtöku Stoða rökrétt skref í þróun félagsins. „Þessi yfirtaka er eins vinsamleg og hugsast getur. Ég hef starfað með Íslendingunum í Keops undanfarin tvö ár og lít til að mynda á Skarphéðin Berg sem mjög góðan vin.“Hann telur að með yfirtökunni verði hægt á mun skemmri tíma að ná þeim markmiðum sem forsvarsmenn Keops höfðu sett félaginu. „Við fáum nú aðgang að meira fjármagni, og gríðarlega sterku fólki sem veit nákvæmlega hvað þarf til að ná árangri.“Poulsen segist oft á tíðum hafa orðið forviða á neikvæðri umfjöllun um íslenska fjárfesta í Danmörku, enda hafi hann ekkert nema gott um Íslendingana að segja. „Fyrir mér eru þetta bara venjulegir fjárfestar, sem hugsa hratt og hreyfa sig snöggt.“
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira