Ekki gott hjá Geir Ögmundur Jónasson skrifar 17. september 2007 00:01 Ekki hefur farið leynt, að hafin er fundaröð um utanríkismál á vegum ríkisstjórnarinnar og háskólanna í landinu. Ég taldi fyrir mitt leyti að nú væri að hefjast margboðuð umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu á nýrri öld. Ríkisstjórnin hefur til þessa farið sínu fram - og án samráðs - en við hljótum að bera þá von í brjósti að staðið verði við loforð um lýðræðislega umræðu um stefnumótun á sviði utanríkismála. Af nógu er að taka. Innihaldsríkrar umræðu er meðal annars þörf um samninga á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, málefni sem snúa að Evrópusambandinu, áherslur okkar á vettvangi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stefnuna í mannréttinda- og umhverfismálum að ógleymdum öryggismálunum í breyttum heimi. Ég gekk því fullur eftirvæntingar inn á fyrsta fundinn í margauglýstri fundaröð, í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en þar áttu bæði að vera með innlegg, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Sitthvað athyglisvert kom fram í erindum á fundinum og nefni ég þar sérstaklega erindi Bjargar Thorarensen um Öryggisráð SÞ. Á heildina litið var það þó einkum hinn stofnanalegi rammi alþjóðastjórnmála sem var til umfjöllunar á fundinum en ekki hin brennandi álitamál. Eftir erindin gafst færi á að bera fram fyrirspurnir. Ég beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þegar ég bar fram fyrirspurn mína hafði forsætisráðherra staðið upp og gekk ásamt föruneyti með talsverðum tilþrifum í átt til dyra. Ég vakti athygli hans á að ég óskaði eftir því að heyra mat hans á breyttum áherslum innan NATO og hvað það gæti þýtt fyrir Íslendinga. Forsætisráðherra sagði að hann myndi án efa eiga eftir að eiga orðastað við mig um þetta á þingi og strunsaði út. Utanríkisráðherra sat eftir, vék að fyrirspurn minni en svaraði henni ekki. Það var þó skömminni skárra en hjá forsætisráðherra. Hjá Geir var þetta ekki gott. Getur verið að engin alvara sé á bak við fyrirheitin um opna umræðu um utanríkismál?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið leynt, að hafin er fundaröð um utanríkismál á vegum ríkisstjórnarinnar og háskólanna í landinu. Ég taldi fyrir mitt leyti að nú væri að hefjast margboðuð umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu á nýrri öld. Ríkisstjórnin hefur til þessa farið sínu fram - og án samráðs - en við hljótum að bera þá von í brjósti að staðið verði við loforð um lýðræðislega umræðu um stefnumótun á sviði utanríkismála. Af nógu er að taka. Innihaldsríkrar umræðu er meðal annars þörf um samninga á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, málefni sem snúa að Evrópusambandinu, áherslur okkar á vettvangi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stefnuna í mannréttinda- og umhverfismálum að ógleymdum öryggismálunum í breyttum heimi. Ég gekk því fullur eftirvæntingar inn á fyrsta fundinn í margauglýstri fundaröð, í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en þar áttu bæði að vera með innlegg, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Sitthvað athyglisvert kom fram í erindum á fundinum og nefni ég þar sérstaklega erindi Bjargar Thorarensen um Öryggisráð SÞ. Á heildina litið var það þó einkum hinn stofnanalegi rammi alþjóðastjórnmála sem var til umfjöllunar á fundinum en ekki hin brennandi álitamál. Eftir erindin gafst færi á að bera fram fyrirspurnir. Ég beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þegar ég bar fram fyrirspurn mína hafði forsætisráðherra staðið upp og gekk ásamt föruneyti með talsverðum tilþrifum í átt til dyra. Ég vakti athygli hans á að ég óskaði eftir því að heyra mat hans á breyttum áherslum innan NATO og hvað það gæti þýtt fyrir Íslendinga. Forsætisráðherra sagði að hann myndi án efa eiga eftir að eiga orðastað við mig um þetta á þingi og strunsaði út. Utanríkisráðherra sat eftir, vék að fyrirspurn minni en svaraði henni ekki. Það var þó skömminni skárra en hjá forsætisráðherra. Hjá Geir var þetta ekki gott. Getur verið að engin alvara sé á bak við fyrirheitin um opna umræðu um utanríkismál?Höfundur er alþingismaður.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun