Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök 24. september 2007 00:01 Ómerkta skútan við hlið varðskipsins Ægis á fimmtudag. Í henni reyndust vera rúm 60 kíló af fíkniefnum. Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu. Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira