Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi 10. október 2007 00:01 Verið er að taka í notkun viðbótarbyggingu á Kvíabryggju. Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss
Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira