Sjálfum mér til varnar 6. desember 2007 00:01 Grafalavarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrottafenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeiðingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lögregluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælisvert að láta skrifin óátalin. Aðgerðarleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvaraleysi. Þannig verður einræðismenningin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldismenn gerast fyrirferðarmiklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóðfélaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látnir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Hver eru þau kvenfrelsismál sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og ofbeldisfulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað, kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum með öðrum orðum tryggja mannréttindi öllum til handa á öllum sviðum þjóðlífsins, óháð kyni. Það er gegn baráttu af þessu tagi sem við félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði þurfum að sitja undir skrifum þar sem sagt er beint út og vafningalaust að leiðin til að þagga niður í okkur sé að beita okkur líkamlegu ofbeldi. Ég höfða til samfélagsins alls um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki óátalið. Ég höfða til lýðræðisvitundar þjóðarinnar og réttlætiskenndar þótt ég setji þessar línur á blað einnig með þrengra sjónarhorn í huga. Ég skrifa sjálfum mér til varnar. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Grafalavarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrottafenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeiðingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lögregluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælisvert að láta skrifin óátalin. Aðgerðarleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvaraleysi. Þannig verður einræðismenningin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldismenn gerast fyrirferðarmiklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóðfélaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látnir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Hver eru þau kvenfrelsismál sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og ofbeldisfulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað, kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum með öðrum orðum tryggja mannréttindi öllum til handa á öllum sviðum þjóðlífsins, óháð kyni. Það er gegn baráttu af þessu tagi sem við félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði þurfum að sitja undir skrifum þar sem sagt er beint út og vafningalaust að leiðin til að þagga niður í okkur sé að beita okkur líkamlegu ofbeldi. Ég höfða til samfélagsins alls um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki óátalið. Ég höfða til lýðræðisvitundar þjóðarinnar og réttlætiskenndar þótt ég setji þessar línur á blað einnig með þrengra sjónarhorn í huga. Ég skrifa sjálfum mér til varnar. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun