Mælir með árgerð 2003 12. desember 2007 00:01 „Allt snýst um hversu mikið er dekrað við bílinn,“ segir Kristján. fréttablaðið/Pjetur Þeir sem eru í jeppahugleiðingum en hafa ekki efni á nýjum úr kassanum þurfa að spá og spekúlera. Kristján Grétarsson, sölumaður í Bílahöllinni á Bíldshöfða, var beðinn um góð ráð. „Það fer auðvitað eftir ástandi hvers og eins bíls en almennt séð virðast mér árgerðir 2003 af dísiljeppum vera á viðráðanlegu verði fyrir það fólk sem treystir sér ekki í umboðin að kaupa nýjan,“ segir Kristján. „Líka upp á það að hægt er að fá allt uppundir 100 prósenta lán til sjö ára. Ég tek sem dæmi tegundir eins og Land Cruiser og Pajero sem eru þekktar og lánastofnanir treysta.“ Kristján verður hugsi þegar hann er spurður hvort jeppar endist lengur en fólksbílar. „Það fer allt eftir umhirðunni. Hversu djúpa vasa menn eru með varðandi viðhald og hversu miklu ástfóstri þeir taka við bílinn. Við höfum tekið bíla upp í sem hafa verið keyrðir um 300 þúsund kílómetra. Ég man eftir einum Land Cruiser sem var tekinn upp í næstum nýjan af sömu gerð. Þetta var gamall, breyttur bíll, búið að hækka hann aðeins upp. Eigandinn vildi meina að saga bílsins væri öll til. Við fórum fram á að fá hana og fengum bók sem var næstum eins og símaskrá að þykkt. Auðvitað er það svo að þegar jeppum er breytt þá fara oft einhverjir hlutir að slitna aðeins hraðar en ella. Það þykir samt sem áður eðlilegt viðhald. Allt snýst um hversu mikið er dekstrað við bílinn.“ Kristján segir tíu ára gamla jeppa, sérstaklega bensínjeppa, seljast á nánast ekki neitt. „Maður hefur á tilfinningunni að menn kaupi þá bara til að skreppa á í veiðina og eitthvað að drullumallast en ekki til að nota á götunum. Þeir tíma kannski ekki að vera á nýja Range-Rovernum með skottið fullt af blautum vöðlum.“ Enn eldri jeppa segir Kristján erfitt að selja, einkum þá sem ganga fyrir bensíni. „Það poppar enn upp einn og einn gamall Bronco, Scout eða Cherokee. Þetta eru töff bílar en þeir eyða náttúrulega alveg svaðalega. Við erum að tala um 30 lítra á hundraði,“ segir hann og bætir við að menn verði að kortleggja vel bensínstöðvarnar áður en þeir leggi af stað í langferð á slíkum bíl eða hafa tunnu í skottinu. „Þessir gömlu bílar hafa það lítið verðgildi að þeir koma sjaldan inn á bílasölur,“ segir hann. „Þeir seljast frekar beint milli manna í jeppadeildunum eða með auglýsingum í Fréttablaðinu.“ [email protected] Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent
Þeir sem eru í jeppahugleiðingum en hafa ekki efni á nýjum úr kassanum þurfa að spá og spekúlera. Kristján Grétarsson, sölumaður í Bílahöllinni á Bíldshöfða, var beðinn um góð ráð. „Það fer auðvitað eftir ástandi hvers og eins bíls en almennt séð virðast mér árgerðir 2003 af dísiljeppum vera á viðráðanlegu verði fyrir það fólk sem treystir sér ekki í umboðin að kaupa nýjan,“ segir Kristján. „Líka upp á það að hægt er að fá allt uppundir 100 prósenta lán til sjö ára. Ég tek sem dæmi tegundir eins og Land Cruiser og Pajero sem eru þekktar og lánastofnanir treysta.“ Kristján verður hugsi þegar hann er spurður hvort jeppar endist lengur en fólksbílar. „Það fer allt eftir umhirðunni. Hversu djúpa vasa menn eru með varðandi viðhald og hversu miklu ástfóstri þeir taka við bílinn. Við höfum tekið bíla upp í sem hafa verið keyrðir um 300 þúsund kílómetra. Ég man eftir einum Land Cruiser sem var tekinn upp í næstum nýjan af sömu gerð. Þetta var gamall, breyttur bíll, búið að hækka hann aðeins upp. Eigandinn vildi meina að saga bílsins væri öll til. Við fórum fram á að fá hana og fengum bók sem var næstum eins og símaskrá að þykkt. Auðvitað er það svo að þegar jeppum er breytt þá fara oft einhverjir hlutir að slitna aðeins hraðar en ella. Það þykir samt sem áður eðlilegt viðhald. Allt snýst um hversu mikið er dekstrað við bílinn.“ Kristján segir tíu ára gamla jeppa, sérstaklega bensínjeppa, seljast á nánast ekki neitt. „Maður hefur á tilfinningunni að menn kaupi þá bara til að skreppa á í veiðina og eitthvað að drullumallast en ekki til að nota á götunum. Þeir tíma kannski ekki að vera á nýja Range-Rovernum með skottið fullt af blautum vöðlum.“ Enn eldri jeppa segir Kristján erfitt að selja, einkum þá sem ganga fyrir bensíni. „Það poppar enn upp einn og einn gamall Bronco, Scout eða Cherokee. Þetta eru töff bílar en þeir eyða náttúrulega alveg svaðalega. Við erum að tala um 30 lítra á hundraði,“ segir hann og bætir við að menn verði að kortleggja vel bensínstöðvarnar áður en þeir leggi af stað í langferð á slíkum bíl eða hafa tunnu í skottinu. „Þessir gömlu bílar hafa það lítið verðgildi að þeir koma sjaldan inn á bílasölur,“ segir hann. „Þeir seljast frekar beint milli manna í jeppadeildunum eða með auglýsingum í Fréttablaðinu.“ [email protected]
Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent