Einelti fullorðinna ekki bundið við vinnustaði 20. desember 2007 06:00 Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar