Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 5. janúar 2007 13:23 Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira