Tiger nálgast efstu menn 28. janúar 2007 14:30 Tiger Woods spilaði í bláu í gær. Hann mun væntanlega skipta yfir í rauða litinn fyrir lokaslaginn í kvöld. MYND/Getty Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger. Golf Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger.
Golf Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira